Ræddu að breyta innköstum í innspörk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 08:01 Hver veit nema innköst muni heyra sögunni til þegar fram líða stundir. Harriet Lander/Getty Images Alþjóðaknattspyrnuráðið, IFAB, hittist í Doha – höfuðborg Katar – á mánudag. Þar var meðal annars rætt að breyta innköstum í innspörk. Nokkrir hlutir voru ræddir á fundi IFAB í Doha og sumir voru samþykktir. Þar á meðal að lið megi nú gera fimm skiptingar í einum og sama leiknum. Það var tímabundið leyft vegna Covid-19 en hefur nú verið sett í lög leiksins. Arsène Wenger, fyrrverandi þjálfari enska knattspyrnuliðsins Arsenal, starfar sem yfirmaður þróunar hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, í dag. Undir lok síðasta árs lagði Wenger fram nokkrar tillögur og var hugmyndin um að breyta innköstum í innspörk meðal þeirra. Wenger var ekki mikill aðdáandi innkasta er hann þjálfaði í ensku úrvalsdeildinni en hann þoldi ekki að mæta Stoke City undir stjórn Tony Pulis þar sem löngum innköstum var beitt við hvert tækifæri. Ræddi Pulis þetta í hlaðvarpi framherjans fyrrverandi Peter Crouch fyrir ekki svo löngu síðan. Innköst hafa verið hluti af knattspyrnu síðan 1863 þegar enska knattspyrnusambandið bannaði leikmönnum að sparka knettinum inn á völlinn eftir að hann fór út af. Wenger telur að innköst og aukaspyrnur séu mesti tímaþjófur fótboltans í dag og ef gera á leikinn hraðari eða skemmtilegri þurfa þessir hlutir að víkja eða gangast undir mikla breytingu. Hann vill einnig gera þá breytingu að lið hafi aðeins fimm sekúndur til að sparka boltanum inn á nýjan leik. This would change football as we know it The possible introduction of kick-ins has been discussed at the latest meeting of football's lawmaking body.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2022 „En það verður að vera prófað og samþykkt af IFAB,“ sagði Wenger um hugmyndina á sínum tíma. Hún er nú komin á borð Alþjóðaknattspyrnuráðsins og aldrei að vita nema Wenger fái ósk sína uppfyllta. Fótbolti FIFA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Sjá meira
Nokkrir hlutir voru ræddir á fundi IFAB í Doha og sumir voru samþykktir. Þar á meðal að lið megi nú gera fimm skiptingar í einum og sama leiknum. Það var tímabundið leyft vegna Covid-19 en hefur nú verið sett í lög leiksins. Arsène Wenger, fyrrverandi þjálfari enska knattspyrnuliðsins Arsenal, starfar sem yfirmaður þróunar hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, í dag. Undir lok síðasta árs lagði Wenger fram nokkrar tillögur og var hugmyndin um að breyta innköstum í innspörk meðal þeirra. Wenger var ekki mikill aðdáandi innkasta er hann þjálfaði í ensku úrvalsdeildinni en hann þoldi ekki að mæta Stoke City undir stjórn Tony Pulis þar sem löngum innköstum var beitt við hvert tækifæri. Ræddi Pulis þetta í hlaðvarpi framherjans fyrrverandi Peter Crouch fyrir ekki svo löngu síðan. Innköst hafa verið hluti af knattspyrnu síðan 1863 þegar enska knattspyrnusambandið bannaði leikmönnum að sparka knettinum inn á völlinn eftir að hann fór út af. Wenger telur að innköst og aukaspyrnur séu mesti tímaþjófur fótboltans í dag og ef gera á leikinn hraðari eða skemmtilegri þurfa þessir hlutir að víkja eða gangast undir mikla breytingu. Hann vill einnig gera þá breytingu að lið hafi aðeins fimm sekúndur til að sparka boltanum inn á nýjan leik. This would change football as we know it The possible introduction of kick-ins has been discussed at the latest meeting of football's lawmaking body.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) June 13, 2022 „En það verður að vera prófað og samþykkt af IFAB,“ sagði Wenger um hugmyndina á sínum tíma. Hún er nú komin á borð Alþjóðaknattspyrnuráðsins og aldrei að vita nema Wenger fái ósk sína uppfyllta.
Fótbolti FIFA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Sjá meira