Fimm skiptingar leyfðar varanlega Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júní 2022 14:00 Leyfilegum skiptingum var fjölgað í þrjár árið 1995 en verða hér eftir fimm. Michael Regan - UEFA/UEFA via Getty Images Alþjóðlega knattspyrnuráðið, IFAB, sem fer með yfirumsjón á reglum leiksins á heimsvísu samþykkti á ársfundi í dag að fimm skiptingar verði varanlegur hluti af fótbolta. Leyft hafði verið tímabundið í maí 2020 að gera fimm skiptingar í stað þriggja í alþjóðafótbolta vegna rasks af völdum Covid-19 faraldursins. Spila þurfti þétt víða og fékkst heimild til að fjölga skiptingum til þess að dreifa álagi betur á leikmenn. Flestar deildir, þar á meðal Besta deild karla, hafa viðhaldið reglum um fimm skiptingar en samkvæmt reglusetningu IFAB á sínum tíma var þessi tímabundna heimild til fleiri skiptinga að renna út. IFAB samþykkti hins vegar í dag að öllum skipuleggjendum deilda sé heimilt til frambúðar að leyfa fimm skiptingar í stað þriggja. Einnig var samþykkt að fjölga skiptimönnum úr 12, sem var stærsti fjöldi leyfilegur fyrir daginn í dag, í 15. Ítalska A-deildin er á meðal keppna þar sem 12 skiptimenn hafa verið leyfðir. Aðeins sjö eru þó víðast hvar, meðal annars á Englandi og Íslandi. Enska úrvalsdeildin er á meðal sárafárra keppna þar sem aðeins mátti gera þrjár skiptingar á nýliðinni leiktíð en í línu við ákvörðun IFAB hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að fjölga aftur í fimm, líkt og var á Covid-tímanum. Það var ekki fyrr en 1958 sem skiptingum var fyrst bætt við lög fótboltans sem tók þó sinn tíma fyrir knattspyrnusambönd á hverjum stað að taka upp. Frægt er dæmið af Gerry Byrne, varnarmanni Liverpool, sem lék 117 mínútur með brotið viðbein í úrslitaleik FA-bikarsins árið 1965, þar sem ekki mátti skipta manni inn í hans stað. Þrjár skiptingar voru fyrst leyfðar árið 1995 en fyrir það voru tvær skiptingar heimilaðar auk einnar aukaskiptingar ef markvörður meiddist. Fótbolti Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira
Leyft hafði verið tímabundið í maí 2020 að gera fimm skiptingar í stað þriggja í alþjóðafótbolta vegna rasks af völdum Covid-19 faraldursins. Spila þurfti þétt víða og fékkst heimild til að fjölga skiptingum til þess að dreifa álagi betur á leikmenn. Flestar deildir, þar á meðal Besta deild karla, hafa viðhaldið reglum um fimm skiptingar en samkvæmt reglusetningu IFAB á sínum tíma var þessi tímabundna heimild til fleiri skiptinga að renna út. IFAB samþykkti hins vegar í dag að öllum skipuleggjendum deilda sé heimilt til frambúðar að leyfa fimm skiptingar í stað þriggja. Einnig var samþykkt að fjölga skiptimönnum úr 12, sem var stærsti fjöldi leyfilegur fyrir daginn í dag, í 15. Ítalska A-deildin er á meðal keppna þar sem 12 skiptimenn hafa verið leyfðir. Aðeins sjö eru þó víðast hvar, meðal annars á Englandi og Íslandi. Enska úrvalsdeildin er á meðal sárafárra keppna þar sem aðeins mátti gera þrjár skiptingar á nýliðinni leiktíð en í línu við ákvörðun IFAB hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að fjölga aftur í fimm, líkt og var á Covid-tímanum. Það var ekki fyrr en 1958 sem skiptingum var fyrst bætt við lög fótboltans sem tók þó sinn tíma fyrir knattspyrnusambönd á hverjum stað að taka upp. Frægt er dæmið af Gerry Byrne, varnarmanni Liverpool, sem lék 117 mínútur með brotið viðbein í úrslitaleik FA-bikarsins árið 1965, þar sem ekki mátti skipta manni inn í hans stað. Þrjár skiptingar voru fyrst leyfðar árið 1995 en fyrir það voru tvær skiptingar heimilaðar auk einnar aukaskiptingar ef markvörður meiddist.
Fótbolti Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira