Fimm skiptingar leyfðar varanlega Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júní 2022 14:00 Leyfilegum skiptingum var fjölgað í þrjár árið 1995 en verða hér eftir fimm. Michael Regan - UEFA/UEFA via Getty Images Alþjóðlega knattspyrnuráðið, IFAB, sem fer með yfirumsjón á reglum leiksins á heimsvísu samþykkti á ársfundi í dag að fimm skiptingar verði varanlegur hluti af fótbolta. Leyft hafði verið tímabundið í maí 2020 að gera fimm skiptingar í stað þriggja í alþjóðafótbolta vegna rasks af völdum Covid-19 faraldursins. Spila þurfti þétt víða og fékkst heimild til að fjölga skiptingum til þess að dreifa álagi betur á leikmenn. Flestar deildir, þar á meðal Besta deild karla, hafa viðhaldið reglum um fimm skiptingar en samkvæmt reglusetningu IFAB á sínum tíma var þessi tímabundna heimild til fleiri skiptinga að renna út. IFAB samþykkti hins vegar í dag að öllum skipuleggjendum deilda sé heimilt til frambúðar að leyfa fimm skiptingar í stað þriggja. Einnig var samþykkt að fjölga skiptimönnum úr 12, sem var stærsti fjöldi leyfilegur fyrir daginn í dag, í 15. Ítalska A-deildin er á meðal keppna þar sem 12 skiptimenn hafa verið leyfðir. Aðeins sjö eru þó víðast hvar, meðal annars á Englandi og Íslandi. Enska úrvalsdeildin er á meðal sárafárra keppna þar sem aðeins mátti gera þrjár skiptingar á nýliðinni leiktíð en í línu við ákvörðun IFAB hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að fjölga aftur í fimm, líkt og var á Covid-tímanum. Það var ekki fyrr en 1958 sem skiptingum var fyrst bætt við lög fótboltans sem tók þó sinn tíma fyrir knattspyrnusambönd á hverjum stað að taka upp. Frægt er dæmið af Gerry Byrne, varnarmanni Liverpool, sem lék 117 mínútur með brotið viðbein í úrslitaleik FA-bikarsins árið 1965, þar sem ekki mátti skipta manni inn í hans stað. Þrjár skiptingar voru fyrst leyfðar árið 1995 en fyrir það voru tvær skiptingar heimilaðar auk einnar aukaskiptingar ef markvörður meiddist. Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Leyft hafði verið tímabundið í maí 2020 að gera fimm skiptingar í stað þriggja í alþjóðafótbolta vegna rasks af völdum Covid-19 faraldursins. Spila þurfti þétt víða og fékkst heimild til að fjölga skiptingum til þess að dreifa álagi betur á leikmenn. Flestar deildir, þar á meðal Besta deild karla, hafa viðhaldið reglum um fimm skiptingar en samkvæmt reglusetningu IFAB á sínum tíma var þessi tímabundna heimild til fleiri skiptinga að renna út. IFAB samþykkti hins vegar í dag að öllum skipuleggjendum deilda sé heimilt til frambúðar að leyfa fimm skiptingar í stað þriggja. Einnig var samþykkt að fjölga skiptimönnum úr 12, sem var stærsti fjöldi leyfilegur fyrir daginn í dag, í 15. Ítalska A-deildin er á meðal keppna þar sem 12 skiptimenn hafa verið leyfðir. Aðeins sjö eru þó víðast hvar, meðal annars á Englandi og Íslandi. Enska úrvalsdeildin er á meðal sárafárra keppna þar sem aðeins mátti gera þrjár skiptingar á nýliðinni leiktíð en í línu við ákvörðun IFAB hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að fjölga aftur í fimm, líkt og var á Covid-tímanum. Það var ekki fyrr en 1958 sem skiptingum var fyrst bætt við lög fótboltans sem tók þó sinn tíma fyrir knattspyrnusambönd á hverjum stað að taka upp. Frægt er dæmið af Gerry Byrne, varnarmanni Liverpool, sem lék 117 mínútur með brotið viðbein í úrslitaleik FA-bikarsins árið 1965, þar sem ekki mátti skipta manni inn í hans stað. Þrjár skiptingar voru fyrst leyfðar árið 1995 en fyrir það voru tvær skiptingar heimilaðar auk einnar aukaskiptingar ef markvörður meiddist.
Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira