Erlent

Hefur nú setið á valda­stóli næst­lengst allra þjóð­höfðingja

Atli Ísleifsson skrifar
Elísabet varð drottning 25 ára gömul eftir andlát föður síns þann 6. febrúar 1952.
Elísabet varð drottning 25 ára gömul eftir andlát föður síns þann 6. febrúar 1952. Getty

Elísabet II Englandsdrottning hefur nú setið á valdastóli næstlengst allra þjóðhöfðingja í mannkynssögunni. Frá og með deginum í dag hefur nú verið drottning í sjötíu ár og 127 daga, en einungis Loðvík XIV, konungur Frakklands á sautjándu og átjándu öld, sat lengur á valdastóli eftir að hafa tekið við krúnunni fjögurra ára gamall.

Elísabet II tók í morgun fram úr Bhumibol Adulyadej Taílandskonungi sem lést árið 2016, að því er segir í frétt BBC.

Bretar héldu upp á sjötíu ára valdatíð hinnar 96 ára Elísabetar með fjögurra daga hátíðahöldum víðs vegar um landið í nýliðinni viku.

Fari svo að drottninginn verði enn við völd í maí 2024 mun hún verða sá þjóðhöfðingi sem hefur lengst setið á valdastóli.

Valdatíð Loðvíks XIV var 72 ár og 110 dagar, frá 1643 til 1715. Hann varð formlega konungur fjögurra ára gamall, en byrjaði þó ekki að stjórna landinu sjálfur fyrr en á þrítugsaldri, árið 1661.

Elísabet varð drottning 25 ára gömul eftir andlát föður síns þann 6. febrúar 1952.


Tengdar fréttir

Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga

Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×