Fótbolti

Tindastóll þremur stigum frá toppnum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Aldís María Jóhannsdóttir var í liði Tindastóls í dag. 
Aldís María Jóhannsdóttir var í liði Tindastóls í dag.  Mynd/Óli Arnar

Tindastóll og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í sjöttu umferð Lengjudeildar kvenna í fótbolta á Sauðarkróki í kvöld. 

Yolanda Bonnin Rosello kom gestunum að austan yfir en Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, og María Dögg Jóhannesdóttir snéru taflinu heimakonum í vil. 

Það var svo Ainhoa Plaza Porcel sem skoraði jöfnunarmark Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis og þar við sat. 

Tindastóll, sem féll úr efstu deild síðastliðið haust, situr í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig en liðið er þremur stigum frá toppliði deildarinnar, FH, og tveimur á eftir HK sem er í öðru sæti. 

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir er hins vegar í fimmta sæti með 11 stig en Víkingur er sæti ofar með 12 stig.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×