Kolbeinn Þórðarson: Ég væri klár á morgun í 90 mínútur í þessu umspili Sverrir Mar Smárason skrifar 11. júní 2022 21:47 Kolbeinn fagnar marki með liðsfélögum sínum í leiknum í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Kolbeinn Þórðarson, miðjumaður íslenska u21 landsliðsins, var að vonum gríðarlega glaður í leikslok þegar liðið tryggði sér í umspil fyrir lokamót EM2023. „Tilfinningin er æðisleg. Þetta er frábær leikur. Við vinnum þetta 5-0. Fullkominn leikur í alla staði. Það var smá stress þegar við vorum að bíða eftir úrslitunum (í Portúgal-Grikkland), sérstaklega af því þeir skoruðu þarna seint Grikkirnir. En mér bara líður ekkert eðlilega vel,“ sagði Kolbeinn. Stúkan í Víkinni var svo gott sem full í kvöld og þegar flautað var af í Portúgal og ljóst var að Ísland hefði tryggt sér í umspil þá brutust út mikil fagnaðarlæti. „Þetta er bara æðislegt. Við erum svo ánægðir með stuðninginn sem við fengum og bara frábært að fá fullt af fólki. Þau létu vel í sér heyra og strákarnir á trommunum eiga allt hrós í heiminum skilið. Þeir voru magnaðir,“ sagði Kolbeinn um stuðninginn í dag. Kýpur vann fyrr í þessum glugga 3-0 sigur á Grikklandi. Þeir koma svo og mæta Íslandi í dag en fá varla færi til þess að skora. Allt samkvæmt plani og ekkert kom á óvart segir Kolbeinn. „Leikurinn fór eiginlega akkúrat eins og við lögðum upp með. Við vorum að pressa þá hátt og vinna boltann og vorum að njóta þess að sækja á þá. Við vorum frábærir sóknarlega og sýnum það bara með því að skora fimm mörk.“ U21 landsliðið spilaði þrjá leiki á heimavelli í þessum landsleikjaglugga, vann þá alla og var með markatöluna 17-1. „Mér finnst við vera búnir að spila vel alla undankeppnina en núna erum við að skora á lykilaugnablikum. Við erum að nýta færin sem við fáum, við erum ekki að gefa klaufamörk, við erum að spila nánast fullkomna leiki og þetta er bara frábær hópur og það er frábært að vera í þessu liði,“ sagði Kolbeinn. Umspilið fer fram í september en Kolbeinn væri klár á morgun. „Ég væri klár á morgun í 90 mínútur í þessu umspili. Þetta er geggjað og við erum spenntir,“ sagði Kolbeinn að lokum. Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira
„Tilfinningin er æðisleg. Þetta er frábær leikur. Við vinnum þetta 5-0. Fullkominn leikur í alla staði. Það var smá stress þegar við vorum að bíða eftir úrslitunum (í Portúgal-Grikkland), sérstaklega af því þeir skoruðu þarna seint Grikkirnir. En mér bara líður ekkert eðlilega vel,“ sagði Kolbeinn. Stúkan í Víkinni var svo gott sem full í kvöld og þegar flautað var af í Portúgal og ljóst var að Ísland hefði tryggt sér í umspil þá brutust út mikil fagnaðarlæti. „Þetta er bara æðislegt. Við erum svo ánægðir með stuðninginn sem við fengum og bara frábært að fá fullt af fólki. Þau létu vel í sér heyra og strákarnir á trommunum eiga allt hrós í heiminum skilið. Þeir voru magnaðir,“ sagði Kolbeinn um stuðninginn í dag. Kýpur vann fyrr í þessum glugga 3-0 sigur á Grikklandi. Þeir koma svo og mæta Íslandi í dag en fá varla færi til þess að skora. Allt samkvæmt plani og ekkert kom á óvart segir Kolbeinn. „Leikurinn fór eiginlega akkúrat eins og við lögðum upp með. Við vorum að pressa þá hátt og vinna boltann og vorum að njóta þess að sækja á þá. Við vorum frábærir sóknarlega og sýnum það bara með því að skora fimm mörk.“ U21 landsliðið spilaði þrjá leiki á heimavelli í þessum landsleikjaglugga, vann þá alla og var með markatöluna 17-1. „Mér finnst við vera búnir að spila vel alla undankeppnina en núna erum við að skora á lykilaugnablikum. Við erum að nýta færin sem við fáum, við erum ekki að gefa klaufamörk, við erum að spila nánast fullkomna leiki og þetta er bara frábær hópur og það er frábært að vera í þessu liði,“ sagði Kolbeinn. Umspilið fer fram í september en Kolbeinn væri klár á morgun. „Ég væri klár á morgun í 90 mínútur í þessu umspili. Þetta er geggjað og við erum spenntir,“ sagði Kolbeinn að lokum.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira