Innlent

Smyglaði 643 OxyContin töflum til landsins

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Oxycontin er sterkt verkjalyf sem hefur aukið á ópíóíðafaraldur í heiminum. Hundruð þúsunda manna hafa látist eftir að hafa ánetjast lyfinu.
Oxycontin er sterkt verkjalyf sem hefur aukið á ópíóíðafaraldur í heiminum. Hundruð þúsunda manna hafa látist eftir að hafa ánetjast lyfinu. AP/Toby Talbot

Karlmaður var í dag sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á 643 töflum af ávana-og fíknilyfinu OxyContin. Maðurinn flutti efnin til landsins með flugi frá Varsjá í Póllandi en tollverðir fundu efnin við leit í farangri ákærða.

Ákærði játaði háttsemina en hann hafði ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Var hann dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi.

Fram kemur í dómi héraðsdóms Reykjaness að ekkert liggi fyrir um hvort ákærði hafi staðið að skipulagningu eða fjármögnun brotsins og virðist hafa flutt efnin til landsins gegn greiðslu. Fallist var á upptökukröfu ákæruvalds og ákærði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað.

Í mars á þessu ári var 34 ára pólskur karlmaður dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutning á tæplega tvö þúsund OxyContin töflum. Maðurinn flúði hins vegar land áður en málið var þingfest fyrir dómi en hann hafði flutt töflurnar inn frá Kaowice í Póllandi.


Tengdar fréttir

Tekinn með á annað hundruð Oxycontin-töflur

Karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við komuna til landsins í gærkvöld þar sem í farangri hans fundust á annað hundrað Oxycontin-töflur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.