Sigurjón ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar Árni Sæberg skrifar 9. júní 2022 23:36 Sigurjón Andrésson er nýr bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Aðsend Sigurjón Andrésson, ráðgjafi hjá Góðum samskiptum og verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Ölfusi, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar, samþykkti í dag ráðningu Sigurjóns Andréssonar í stöðu bæjarstórja og hefur hann störf 1. júlí næstkomandi, að því er segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. Sigurjón er 52 ára og búsettur í Hvítholti í Flóahreppi. Hann hefur undanfarið starfað sem ráðgjafi hjá Góðum samskiptum í Reykjavík ásamt því að vera verkefnastjóri flóttamanna hjá Sveitarfélaginu Ölfusi. Sigurjón situr í sveitarstjórn Flóahrepps en mun segja sig frá þeim störfum í kjölfar ráðningarinnar. Sigurjón hefur einnig reynslu af markaðsmálum en hann starfaði lengi vel sem stjórnandi hjá tryggingafélaginu Sjóvá, lengst af við kynningar- og markaðsmál ásamt öryggis- og forvarnamálum. Þá var hann framkvæmdastjóri markaðsmála hjá BL bílaumboði. Hann er með diploma í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, alþjóðlega gráðu í verkefnastjórnun frá Bandaríkjunum, meistaragráðu í viðskiptafræði (MBA) frá Háskólanum í Reykjavík og iðnmenntun í grunninn. Sigurjón býr sem stendur ásamt fjölskyldu sinni í Hvítholti í Flóahreppi, rétt austan við Selfoss. Hann er giftur Margréti Söru Guðjónsdóttur, enskukennara við Menntaskólann í Reykjavík, og eiga þau tvær dætur, 22 og 24 ára. „Það er mikill metnaður í því fólki sem ég hef þegar hitt og veit að það eru mikil tækifæri fram undan hjá sveitarfélaginu. Ég hlakka til að flytja austur og kynnast samfélaginu betur og mun leggja mig allan fram í mínum störfum fyrir sveitarfélagið,“ er haft eftir Sigurjóni í tilkynningunni. Sveitarfélagið Hornafjörður Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar, samþykkti í dag ráðningu Sigurjóns Andréssonar í stöðu bæjarstórja og hefur hann störf 1. júlí næstkomandi, að því er segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. Sigurjón er 52 ára og búsettur í Hvítholti í Flóahreppi. Hann hefur undanfarið starfað sem ráðgjafi hjá Góðum samskiptum í Reykjavík ásamt því að vera verkefnastjóri flóttamanna hjá Sveitarfélaginu Ölfusi. Sigurjón situr í sveitarstjórn Flóahrepps en mun segja sig frá þeim störfum í kjölfar ráðningarinnar. Sigurjón hefur einnig reynslu af markaðsmálum en hann starfaði lengi vel sem stjórnandi hjá tryggingafélaginu Sjóvá, lengst af við kynningar- og markaðsmál ásamt öryggis- og forvarnamálum. Þá var hann framkvæmdastjóri markaðsmála hjá BL bílaumboði. Hann er með diploma í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, alþjóðlega gráðu í verkefnastjórnun frá Bandaríkjunum, meistaragráðu í viðskiptafræði (MBA) frá Háskólanum í Reykjavík og iðnmenntun í grunninn. Sigurjón býr sem stendur ásamt fjölskyldu sinni í Hvítholti í Flóahreppi, rétt austan við Selfoss. Hann er giftur Margréti Söru Guðjónsdóttur, enskukennara við Menntaskólann í Reykjavík, og eiga þau tvær dætur, 22 og 24 ára. „Það er mikill metnaður í því fólki sem ég hef þegar hitt og veit að það eru mikil tækifæri fram undan hjá sveitarfélaginu. Ég hlakka til að flytja austur og kynnast samfélaginu betur og mun leggja mig allan fram í mínum störfum fyrir sveitarfélagið,“ er haft eftir Sigurjóni í tilkynningunni.
Sveitarfélagið Hornafjörður Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira