Kusu í flest embætti en Alexandra og Magnús þurfa að bíða lengur Eiður Þór Árnason skrifar 7. júní 2022 17:05 Nokkur endurnýjun er í borgarstjórn Reykjavíkur eftir úrslit nýliðinna kosninga. Vísir/Vilhelm Fyrsti borgarstjórnarfundur nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Framsókarflokks, Pírata og Viðreisnar fór fram í Ráðhúsinu í dag þar sem kosið var í hin ýmsu embætti borgarstjórnar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, var þar kjörin forseti borgarstjórnar, Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, formaður borgarráðs og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, leiðir velferðarráð á kjörtímabilinu og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, skóla- og frístundarráð. Skúli Helgason frá Samfylkingunni leiðir menningar-, íþrótta og tómstundarráð og Hjálmar Sveinsson innkaupa- og framkvæmdaráð. Báðir eru borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Kosið verður í mannréttindaráð og nýtt stafrænt ráð á næsta fundi borgarstjórnar.Vísir/Vilhelm Einnig stóð til að kjósa Magnús Norðdahl formann mannréttindaráðs og Alexöndru Briem formann nýs stafræns ráðs á fundinum í dag en því kjöri var frestað til næsta borgarstjórnarfundar. Bæði eru fulltrúar Pírata. Oddvitar flokkanna kynntu nýjan meirihluta til leiks á blaðamannafundi í gær. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, mun gegna embætti borgarstjóra út árið 2023 þegar hann skiptir við Einar og tekur við borgarráði. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. 7. júní 2022 15:19 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, var þar kjörin forseti borgarstjórnar, Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, formaður borgarráðs og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, leiðir velferðarráð á kjörtímabilinu og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, skóla- og frístundarráð. Skúli Helgason frá Samfylkingunni leiðir menningar-, íþrótta og tómstundarráð og Hjálmar Sveinsson innkaupa- og framkvæmdaráð. Báðir eru borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Kosið verður í mannréttindaráð og nýtt stafrænt ráð á næsta fundi borgarstjórnar.Vísir/Vilhelm Einnig stóð til að kjósa Magnús Norðdahl formann mannréttindaráðs og Alexöndru Briem formann nýs stafræns ráðs á fundinum í dag en því kjöri var frestað til næsta borgarstjórnarfundar. Bæði eru fulltrúar Pírata. Oddvitar flokkanna kynntu nýjan meirihluta til leiks á blaðamannafundi í gær. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, mun gegna embætti borgarstjóra út árið 2023 þegar hann skiptir við Einar og tekur við borgarráði.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. 7. júní 2022 15:19 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. 7. júní 2022 15:19
Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49
Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10