Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. júní 2022 15:19 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins kunni ekki að meta þann litla fyrirvara sem minnihlutaflokkunum var gefinn til að gaumgæfa breytingartillögur meirihlutans. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sagði að tillagan væri liður í hrossakaupum í nýafstöðnum meirihlutaviðræðum. Tillagan fjallar um að málaflokkar atvinnumála, nýsköpunar og ferðaþjónustu verði færðir undir hatt forsætisnefndar. Hildur kvaðst vera ósátt við að minnihlutinn hefði eingöngu fengið 33 mínútur til að gaumgæfa nokkrar tillögur meirihlutans um breytt hlutaverk hinna ýmsu nefnda. Klukkan tvö hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýs kjörtímabils. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ekki ánægð með hvernig kjörtímabilið fer af stað.Vísir/Vilhelm „Okkur í minnihlutanum bárust þessar tillögur 33 mínútum fyrir þennan fund og þykja það ekkert sérlega góð eða vönduð vinnubrögð og við vonum að þetta sé ekki til marks um það sem koma skal hér á kjörtímabilinu,“ sagði Hildur sem bætti við að þau hygðust þó ekki leggjast gegn tillögunum. Í nafni góðrar samvinnu séu þau reiðubúin að sitja hjá. „Við óskum hins vegar sérstaklega eftir frestun á tillögu meirihluta að breyttu hlutverki forsætisnefndar, ekki síst vegna þess að forsætisnefnd hefur því veigamikla hlutverki að gegna að halda hér um fundarsköp, skipulag funda og bættan starfsanda sem nýr meirihluti hefur sett sérstaklega á dagskrá. Það er ekki sérlega góður bragur á því að færa alls óskylda málaflokka undir þessa nefnd í einhverjum hrossakaupum í meirihlutaviðræðum.“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, baðst velvirðingar á litlum fyrirvara. „Það er hægt að biðjast velvirðingar á þessum stutta fresti og það er ekki vísir að því sem koma skal nema hvað það snertir að við viljum vinna hluti býsna hratt en við viljum líka vinna þá í góðu samráði við minnihlutann þannig að við tökum þetta til okkar. Þetta var bara allt að gerast síðasta sólarhringinn en við virðum það og þökkum fyrir að minnihlutinn ætlar þá að sitja hjá við þessar breytingar. Við verðum sannarlega við þessari beiðni um frestun.“ Dagur svaraði gagnrýni Hildar á þá leið að góð rök væru fyrir því að forsætisnefnd takist á hendur nýtt skilgreint hlutverk gagnvart atvinnulífinu. Það sé hægt að ræða nánar í nýrri forsætisnefnd. Hægt er að fylgjast með borgarstjórnarfundi í spilaranum að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn. 7. júní 2022 13:30 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur taki áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sagði að tillagan væri liður í hrossakaupum í nýafstöðnum meirihlutaviðræðum. Tillagan fjallar um að málaflokkar atvinnumála, nýsköpunar og ferðaþjónustu verði færðir undir hatt forsætisnefndar. Hildur kvaðst vera ósátt við að minnihlutinn hefði eingöngu fengið 33 mínútur til að gaumgæfa nokkrar tillögur meirihlutans um breytt hlutaverk hinna ýmsu nefnda. Klukkan tvö hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýs kjörtímabils. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ekki ánægð með hvernig kjörtímabilið fer af stað.Vísir/Vilhelm „Okkur í minnihlutanum bárust þessar tillögur 33 mínútum fyrir þennan fund og þykja það ekkert sérlega góð eða vönduð vinnubrögð og við vonum að þetta sé ekki til marks um það sem koma skal hér á kjörtímabilinu,“ sagði Hildur sem bætti við að þau hygðust þó ekki leggjast gegn tillögunum. Í nafni góðrar samvinnu séu þau reiðubúin að sitja hjá. „Við óskum hins vegar sérstaklega eftir frestun á tillögu meirihluta að breyttu hlutverki forsætisnefndar, ekki síst vegna þess að forsætisnefnd hefur því veigamikla hlutverki að gegna að halda hér um fundarsköp, skipulag funda og bættan starfsanda sem nýr meirihluti hefur sett sérstaklega á dagskrá. Það er ekki sérlega góður bragur á því að færa alls óskylda málaflokka undir þessa nefnd í einhverjum hrossakaupum í meirihlutaviðræðum.“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, baðst velvirðingar á litlum fyrirvara. „Það er hægt að biðjast velvirðingar á þessum stutta fresti og það er ekki vísir að því sem koma skal nema hvað það snertir að við viljum vinna hluti býsna hratt en við viljum líka vinna þá í góðu samráði við minnihlutann þannig að við tökum þetta til okkar. Þetta var bara allt að gerast síðasta sólarhringinn en við virðum það og þökkum fyrir að minnihlutinn ætlar þá að sitja hjá við þessar breytingar. Við verðum sannarlega við þessari beiðni um frestun.“ Dagur svaraði gagnrýni Hildar á þá leið að góð rök væru fyrir því að forsætisnefnd takist á hendur nýtt skilgreint hlutverk gagnvart atvinnulífinu. Það sé hægt að ræða nánar í nýrri forsætisnefnd. Hægt er að fylgjast með borgarstjórnarfundi í spilaranum að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn. 7. júní 2022 13:30 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur taki áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn. 7. júní 2022 13:30
Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49
Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03