Erlent

Um­hverfis­ráð­herrann skotinn til bana á skrif­stofunni af æsku­fé­laga

Atli Ísleifsson skrifar
Orlando Jorge Mera tók við embætti umhverfisráðherra Dóminíska lýðveldisins fyrir um tveimur árum.
Orlando Jorge Mera tók við embætti umhverfisráðherra Dóminíska lýðveldisins fyrir um tveimur árum. AP

Ráðherra umhverfis- og auðlindamála í Dóminíska lýðveldinu var skotinn til bana á skrifstofunni sinni af nánum vini sínum í gær.

Ráðherrann, hinn 55 ára Orlando Jorge Mera, sat á fundi þegar hann var skotinn til bana og er haft eftir talsmanni lögreglu að skotið hafi verið úr byssu sex sinnum.

Frá aðgerðum lögreglu fyrir utan umhverfisráðuneytið í Santo Domingo í Dóminíska lýðveldinu í gær.EPA

Í frétt BBC segir að talsmaður forsetaskrifstofu landsins segi að árásarmaðurinn hafi verið maður að nafni Miguel Cruz sem sé æskuvinur ráðherrans. Cruz er nú í haldi lögreglu en enn hefur ekkert verið gefið upp um ástæður árásarinnar.

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Jorge Mera segir að hún fyrirgefi manninum sem hafi staðið fyrir árásinni. Það hafi verið ein helsta arfleifð Jorge Mera að vera ekki langrækinn.

Jorge Mera hafði gegnt embætti í ríkisstjórn Luis Abinader frá því að hann tók við völdum í júlí 2020. Jorge Mera var sonur forsetans fyrrverandi Salvador Jorge-Blanco, og einn af stofnendum stjórnarflokksins Nýja byltingarflokksins (PRM).

Jorge Mera lætur eftir sig eiginkonu sem gegnir stöðu sendiherra Dóminíska lýðveldisins gagnvart Brasilíu og tvo syni, en annar þeirra er þingmaður PRM.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.