„Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2022 21:52 Ísak Bergmann náði vel saman við Arnór Sigurðsson í kvöld. Vísir/Diego Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. „Mér finnst við koma miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og pressum þá í raun og veru nánast allan seinni hálfleikinn. Við fáum mikið af opnunum þar sem við erum að vinna boltann og hefðum kannski átt að gera betur, en heilt yfir er þetta bara solid leikur.“ segir Ísak. Albanar áttu fína kafla í fyrri hálfleik þar sem íslenska liðið var sett undir töluverða pressu. Það hafði gerst í upphafi leiks, þar sem Albanía fékk fjórar hornspyrnur á fyrstu sex mínútunum og á síðar í hálfleiknum þar sem legið hafði á íslenska liðinu áður en Albanía svo kemst yfir. Ísak útskýrir kaflana sem svo: „Við erum bara of passívir, myndi ég segja. Við erum ekki með hann stóra kafla, en við fáum samt - Arnór [Sigurðsson] fær nokkur færi þarna til að byrja með og ég líka. Þannig að við þurfum að skoða þessar dýfur í okkar leik, við megum ekki fara of neðarlega. En við eigum líka góða kafla svo við þurfum að vera aðeins stabílli í okkar leik. Við erum ungt lið og það mun koma.“ Ísak og Arnór, sem hann nefnir, náðu vel saman í leiknum og sköpuðu mestan usla af íslensku leikmönnunum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Báðir koma þeir af Akranesi og Ísak segir Skagataugina renna djúpt. „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu, sérstaklega er ég með við Hákon [liðsfélaga Ísaks hjá FC Kaupmannahöfn] en líka við Arnór. Mér finnst hann búinn að sýna í sinni frammistöðu hérna og líka úti í Ísrael að hann er klár að taka þessa stöðu. Hann berst allan leikinn, er með gæði. Þetta er ofboðslega vel gert hjá honum því hann hefur spilað nánast ekki neitt með Venezia og kemur hingað og á tvo mjög góða leiki,“ segir Ísak. Ísland mætir San Marínó í æfingaleik á fimmtudag áður en Ísrael heimsækir Laugardalinn á sunnudag í Þjóðadeildinni. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Sjá meira
„Mér finnst við koma miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og pressum þá í raun og veru nánast allan seinni hálfleikinn. Við fáum mikið af opnunum þar sem við erum að vinna boltann og hefðum kannski átt að gera betur, en heilt yfir er þetta bara solid leikur.“ segir Ísak. Albanar áttu fína kafla í fyrri hálfleik þar sem íslenska liðið var sett undir töluverða pressu. Það hafði gerst í upphafi leiks, þar sem Albanía fékk fjórar hornspyrnur á fyrstu sex mínútunum og á síðar í hálfleiknum þar sem legið hafði á íslenska liðinu áður en Albanía svo kemst yfir. Ísak útskýrir kaflana sem svo: „Við erum bara of passívir, myndi ég segja. Við erum ekki með hann stóra kafla, en við fáum samt - Arnór [Sigurðsson] fær nokkur færi þarna til að byrja með og ég líka. Þannig að við þurfum að skoða þessar dýfur í okkar leik, við megum ekki fara of neðarlega. En við eigum líka góða kafla svo við þurfum að vera aðeins stabílli í okkar leik. Við erum ungt lið og það mun koma.“ Ísak og Arnór, sem hann nefnir, náðu vel saman í leiknum og sköpuðu mestan usla af íslensku leikmönnunum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Báðir koma þeir af Akranesi og Ísak segir Skagataugina renna djúpt. „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu, sérstaklega er ég með við Hákon [liðsfélaga Ísaks hjá FC Kaupmannahöfn] en líka við Arnór. Mér finnst hann búinn að sýna í sinni frammistöðu hérna og líka úti í Ísrael að hann er klár að taka þessa stöðu. Hann berst allan leikinn, er með gæði. Þetta er ofboðslega vel gert hjá honum því hann hefur spilað nánast ekki neitt með Venezia og kemur hingað og á tvo mjög góða leiki,“ segir Ísak. Ísland mætir San Marínó í æfingaleik á fimmtudag áður en Ísrael heimsækir Laugardalinn á sunnudag í Þjóðadeildinni.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Sjá meira
Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30
Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42