Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Andri Már Eggertsson, Árni Jóhannsson, Smári Jökull Jónsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 6. júní 2022 21:30 Byrjunarlið Íslands á móti Albaníu í kvöld Vísir/Diego Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. Bæði lið áttu fína kafla en enda afurðin í sóknarleik liðanna var ekki nógu góður til að finna sigurmarkið. Albanir voru meira með boltann í upphafi leiks en náðu ekki að skapa sér neitt af viti en Íslendingar áttu bestu færir hálfleiksins. Gestirnir komust þó yfir á 30. mínútu þegar Seferin náði að troða boltanum yfir línuna eftir að Rúnar Alex gerði sig sekan um mistök með því að verja skot beint fyrir lappirnar á sóknarmanninum. 0-1 var í hálfleik en strax í upphafi síðari hálfleiks var mikill kraftur í Íslendingum og uppskáru þeir mark þegar um fjórar mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Andri Lucas kom þá boltanum fyrir lappirnar á Jóni Degi Þorsteinssyni sem lagði boltann fyrir sig og sendi boltann framhjá markverði Albana. Leikurinn komst svo ekki á almennilegt flut og liðin skiptu með sér stigunum. Ísland er þó á toppi riðilsins með tvö stig en Ísraelar og Albanir leika á fimmtudaginn. Hér fyrir neðan má sjá frammistöðumat hjá íslensku strákunum á Laugardalsvellinum í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður: 4 Gerði sig sekan um mistök í marki Albana en annars reyndi mjög lítið á hann. Alfons Sampsted, hægri bakvörður: 5 Alanir sóttu meira upp hægri kantinn sinn þannig að ekki reyndi mikið á Alfons en hann komst ekki í takt við sóknarleik Íslands heldur. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður: 6 Velflestar fyrirgjafir Albana voru skallaðar í burta af Daníel eða kollega hans í miðvarðarstöðunni. Daníel var líka duglegur að koma sér fyrir skotin hjá gestunum. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður: 5 Kom sér í klandur þegar hann var að missa knöttinn frá sér á hættulegum stöðum en var annars stöndugur í vörninni og skallaði frá fyrirgjafir Albana. Davíð Kristján Ólafsson, vinstri bakvörður: 5 Mæddi meira á honum af bakvörðum Íslands. Hann komst ágætlega frá sínu en hefði mögulega getað komist í veg fyrir fleiri fyrirgjafir. Birkir Bjarnason, miðjumaður: 5 Kom lítið út úr sóknarleik hans en ef hann fékk boltann gat hann róað leik Íslands niður. Kappinn var alveg sprunginn þegar honum var skipt út af. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður: 7 Mesta hættan skapaðist þegar Ísak og Arnór náðu að tengjast í sóknarleik Íslands. Hann skar í sundur vörn Albana í eitt skipti og skapaði mjög gott færi. Annars barðist hann vel og Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður: 5 Komst aldrei í takt við leikinn. Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður: 7 (Maður leiksins) Skapaði mesta hættu fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hann og Ísak áttu góða kafla saman eins og áður hefur komið fram en hann átti góða kafla í seinni hálfleik þegar hann var að vinna knöttinn á hættulegum stöðum og keyra á vörn Albana. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 6,5 Komst lítið í takt við leikinn í fyrri hálfleik en kom inn í þann seinni af miklum krafti. Hann skoraði mark sem er mönnum alltaf til tekna en var tekinn út af á skrýtnum tíma. Mögulega hefði hann getað verið enn meiri örlagavaldur en svo var ekki því miður. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji: 5 Komst aldrei í takt við leikinn en hann var í strangri gæslu. Missti dálítið boltann en átti þátt í markinu. Mikael Anderson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 62. mínútu: 5 Fylgdi honum fínn kraftur en hann náði ekki að tengja sendingar við samherja sína í sóknarleiknum. Hákon Arnar Haraldsson kom inn á fyrir Þóri Helgason á 62. mínútu: 5 Örugglega erfiðara að koma inn í leik en að byrja hann. Það jókst kraftur á miðsvæðinu við innkomuna en því miður náði hann ekki að gera sér mat úr því að vera með ferskari fætur en margir. Aron Elís Þrándarson kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 74. mínútu: 5 Komst ekki í takt við leikinn. Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 74. mínútu: 5 Komst ekki í takt við leikinn. Sveinn Aron Gudjohnsen kom inn á fyrir Andra Lucas Gudjohnsen á 91. mínútu: Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Albanía | Ísland búið að jafna metin Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Jón Dagur Þorsteinsson bjargaði stigi með marki snemma í síðari hálfleik. 6. júní 2022 20:35 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Bæði lið áttu fína kafla en enda afurðin í sóknarleik liðanna var ekki nógu góður til að finna sigurmarkið. Albanir voru meira með boltann í upphafi leiks en náðu ekki að skapa sér neitt af viti en Íslendingar áttu bestu færir hálfleiksins. Gestirnir komust þó yfir á 30. mínútu þegar Seferin náði að troða boltanum yfir línuna eftir að Rúnar Alex gerði sig sekan um mistök með því að verja skot beint fyrir lappirnar á sóknarmanninum. 0-1 var í hálfleik en strax í upphafi síðari hálfleiks var mikill kraftur í Íslendingum og uppskáru þeir mark þegar um fjórar mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Andri Lucas kom þá boltanum fyrir lappirnar á Jóni Degi Þorsteinssyni sem lagði boltann fyrir sig og sendi boltann framhjá markverði Albana. Leikurinn komst svo ekki á almennilegt flut og liðin skiptu með sér stigunum. Ísland er þó á toppi riðilsins með tvö stig en Ísraelar og Albanir leika á fimmtudaginn. Hér fyrir neðan má sjá frammistöðumat hjá íslensku strákunum á Laugardalsvellinum í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður: 4 Gerði sig sekan um mistök í marki Albana en annars reyndi mjög lítið á hann. Alfons Sampsted, hægri bakvörður: 5 Alanir sóttu meira upp hægri kantinn sinn þannig að ekki reyndi mikið á Alfons en hann komst ekki í takt við sóknarleik Íslands heldur. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður: 6 Velflestar fyrirgjafir Albana voru skallaðar í burta af Daníel eða kollega hans í miðvarðarstöðunni. Daníel var líka duglegur að koma sér fyrir skotin hjá gestunum. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður: 5 Kom sér í klandur þegar hann var að missa knöttinn frá sér á hættulegum stöðum en var annars stöndugur í vörninni og skallaði frá fyrirgjafir Albana. Davíð Kristján Ólafsson, vinstri bakvörður: 5 Mæddi meira á honum af bakvörðum Íslands. Hann komst ágætlega frá sínu en hefði mögulega getað komist í veg fyrir fleiri fyrirgjafir. Birkir Bjarnason, miðjumaður: 5 Kom lítið út úr sóknarleik hans en ef hann fékk boltann gat hann róað leik Íslands niður. Kappinn var alveg sprunginn þegar honum var skipt út af. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður: 7 Mesta hættan skapaðist þegar Ísak og Arnór náðu að tengjast í sóknarleik Íslands. Hann skar í sundur vörn Albana í eitt skipti og skapaði mjög gott færi. Annars barðist hann vel og Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður: 5 Komst aldrei í takt við leikinn. Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður: 7 (Maður leiksins) Skapaði mesta hættu fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hann og Ísak áttu góða kafla saman eins og áður hefur komið fram en hann átti góða kafla í seinni hálfleik þegar hann var að vinna knöttinn á hættulegum stöðum og keyra á vörn Albana. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 6,5 Komst lítið í takt við leikinn í fyrri hálfleik en kom inn í þann seinni af miklum krafti. Hann skoraði mark sem er mönnum alltaf til tekna en var tekinn út af á skrýtnum tíma. Mögulega hefði hann getað verið enn meiri örlagavaldur en svo var ekki því miður. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji: 5 Komst aldrei í takt við leikinn en hann var í strangri gæslu. Missti dálítið boltann en átti þátt í markinu. Mikael Anderson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 62. mínútu: 5 Fylgdi honum fínn kraftur en hann náði ekki að tengja sendingar við samherja sína í sóknarleiknum. Hákon Arnar Haraldsson kom inn á fyrir Þóri Helgason á 62. mínútu: 5 Örugglega erfiðara að koma inn í leik en að byrja hann. Það jókst kraftur á miðsvæðinu við innkomuna en því miður náði hann ekki að gera sér mat úr því að vera með ferskari fætur en margir. Aron Elís Þrándarson kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 74. mínútu: 5 Komst ekki í takt við leikinn. Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 74. mínútu: 5 Komst ekki í takt við leikinn. Sveinn Aron Gudjohnsen kom inn á fyrir Andra Lucas Gudjohnsen á 91. mínútu: Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Albanía | Ísland búið að jafna metin Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Jón Dagur Þorsteinsson bjargaði stigi með marki snemma í síðari hálfleik. 6. júní 2022 20:35 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Í beinni: Ísland - Albanía | Ísland búið að jafna metin Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Jón Dagur Þorsteinsson bjargaði stigi með marki snemma í síðari hálfleik. 6. júní 2022 20:35