Fótbolti

Byrjunarlið Íslands: Bræðraskipti í framlínunni

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ísland gerði jafntefli við Ísrael í fyrsta leik sínum í riðlinum á fimmtudag.
Ísland gerði jafntefli við Ísrael í fyrsta leik sínum í riðlinum á fimmtudag. Ahmad Mora/DeFodi Images via Getty Images

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, hefur tilkynnt um byrjunarlið Íslands fyrir leik liðsins gegn Albaníu sem hefst klukkan 18:45 á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni. Arnar gerir þrjár breytingar frá 2-2 jafntefli liðsins við Ísrael á fimmtudag.

Rúnar Alex Rúnarsson heldur stöðu sinni milli stanganna en ein breyting er gerð á varnarlínunni. Hana manna Davíð Kristján Ólafsson, Hörður Björgvin Magnússon, Daníel Leó Grétarsson og Alfons Sampsted. Davíð kemur inn fyrir Brynjar Inga Bjarnason, sem fór meiddur af velli í Ísrael og Hörður Björgvin byrjar í miðverði.

Birkir Bjarnason er áfram á miðjunni með fyrirliðabandið og honum við hlið verða Þórir Jóhann Helgason og Ísak Bergmann Jóhannesson. Ísak kemur inn í liðið fyrir Hákon Arnar Haraldsson, sem fór líkt og Brynjar, meiddur af velli í vikunni.

Jón Dagur Þorsteinsson og Arnór Sigurðsson halda sinni stöðu úti á köntunum og í fremstu víglínu er Andri Lucas Guðjohnsen, en hann tekur sæti bróður síns, Sveins Arons Guðjohnsen, sem byrjaði í Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×