Bale var enn og aftur arkitektinn að sigri Walesverja en aukaspyrna hans á 34. mínútu rataði á höfuðið á Andriy Yarmalenko – fyrirliða Úkraínu – og þaðan í netinu. Sigurinn þýðir að Wales er loks á leið á HM eftir 64 ára fjarveru.
„Þetta er magnaðast afrek í knattspyrnusögu Wales. Þetta er draumi líkast. Ég er orðlaus af hamingju,“ sagði sigurreifur Bale við Sky Sports að leik loknum.
„Þetta er það sem við höfum verið að vinna að allan okkar feril. Að gera þetta fyrir stuðningsfólkið, fyrir þjóðina, fyrir okkur sjálfa og fjölskyldur okkar. Þetta er ótrúlegt afrek og eitthvað sem við verðum stoltir af að eilífu.“
"It's what dreams are made of."
— Football Daily (@footballdaily) June 5, 2022
Gareth Bale on Wales ending their 64-year wait to be at a World Cup pic.twitter.com/IntVunm22V
„Þetta var síðasta púslið sem við allir vildum og við ætlum að fagna vel í kvöld,“ sagði Bale og reikna má með að leikmannahópur Wales sé heldur lítill í sér nú degi eftir gríðarleg fagnaðarlæti.
Wales verður í B-riðli í Katar ásamt Bandaríkjunum, Íran og Englandi.
