Fótbolti

„Það tekur tíma fyrir öll lið að spila sig saman“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Daníel Leó Grétarsson
Daníel Leó Grétarsson Skjáskot/Stöð 2

Daníel Leó Grétarsson lék sinn áttunda landsleik þegar Ísland gerði jafntefli við Ísrael ytra í Þjóðadeildinni á dögunum.

Þessi 26 ára gamli varnarmaður lék aðeins fjóra leiki í pólsku úrvalsdeildinni í vetur eftir að hafa gengið til liðs við Slask Wroclaw í janúar á þessu ári. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá kappanum sem var á mála hjá enska B-deildarliðinu Blackpool áður en hann færði sig um set til Póllands í byrjun árs.

Kom það honum á óvart að fá tækifæri í byrjunarliðinu gegn Ísrael?

„Það kom mér ekki á óvart. Mér finnst ég hafa stigið ágætlega inn í þetta þegar ég hef fengið tækifærin. Auðvitað er það ekki fullkomin staða að ég hafi ekki verið að spila mikið með félagsliði út af meiðslum,“ segir Daníel Leó.

Hann var ánægður með frammistöðu liðsins gegn Ísrael og telur vera mikinn stíganda í leik íslenska landsliðsins að undanförnu.

„Það tekur tíma fyrir öll lið að spila sig saman og margir nýir leikmenn að koma inn. Ég er sjálfur að stíga fyrstu skrefin og þetta tekur bara tíma. Með hverjum leiknum finnst mér við vera að þekkja hvorn annan betur og við erum að bæta okkur með hverjum leik. Vonandi förum við að ná sigri og fá meira sjálfstraust í hópinn.“

Nánar er rætt við Daníel í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Daníel Leó fyrir Albaníu

Tengdar fréttir

„Stoltur af því sem liðið gerði í Ísrael“

Ísak Bergmann Jóhannesson var í leikbanni þegar Ísland gerði jafntefli við Ísrael í Þjóðadeildinni í fótbolta á dögunum en hann kemur inn í hópinn fyrir leikinn gegn Albaníu á Laugardalsvelli á morgun.

„Held það sé eini staðurinn sem maður getur svarað gagn­rýni“

„Ég var alveg klár og undirbúinn í þetta. Þakklátur fyrir traustið sem ég fékk því það er ekki eins og ég hafi verið að koma úr mínu besta tímabili,“ sagði Arnór Sigurðsson aðspurður út í byrjunarliðssæti sitt í leik Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×