Fótbolti

Selfoss á topp Lengjudeildarinnar

Atli Arason skrifar
Tokic skoraði annað af mörkum toppliðs Selfoss í kvöld
Tokic skoraði annað af mörkum toppliðs Selfoss í kvöld

Það voru fjórir leikir á dagskrá í 5. umferð Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld og mörk skoruð í öllum leikjum.

Selfyssingar eru komnir á topp Lengjudeildarinnar etir 0-2 sigur á Þór á Akureyri. Gonzalo Zamorano skoraði fyrsta mark Selfoss rétt fyrir hálfleik en Hrvoje Tokic tvöfaldaði forystu gestanna 58. mínútu og þar við sat. Selfyssingar eru enn þá ósigraðir í fimm leikjum og eru einir á toppi deildarinnar með 13 stig á meðan Þór er í 9. sæti með 5 stig.

Í Safamýri gerðu Kórdrengir og Grindavík 1-1 jafntefli. Kristófer Páll Viðarsson kemur gestunum yfir eftir hálftíma leik en Iosu Villar Vidal jafnar leikinn þegar hálftími var eftir. Kórdrengir eru í 7. sæti deildarinnar með 6 stig en Grindvíkingar eru í 4. sæti með 9 stig.

Það var dramatík í Mosfellsbæ þegar Afturelding og Grótta gerðu 2-2 jafntefli. Sigurður Gísli Bond misnotaði víti á 13. mínútu leiksins en bætir upp fyrir klúðrið með því að leggja upp fyrsta leiksins tveimur mínútum síðar. Mark sem Andi Hoti skorar. Jökull Þórhallsson kemur heimamönnum í tveggja marka forystu á 58. mínútu en þá hefst endurkoma Gróttu. Júlí Karlsson minnkar muninn á 75. mínútu og Ívan Óli Santos jafnar leikinn á fimmtu mínútu uppbótatíma síðari hálfleiks. Afturelding er í 10. sæti með 3 stig en Grótta í 2. sæti með 10 stig.

Í Grafarvogi unnu heimamenn í Fjölni 3-1 sigur á KV. Viktor Andri Hafþórsson kemur Fjölni yfir á 30. mínútu áður en Askur Jóhannsson jafnar metin á 38. mínútu. Hákon Ingi Jónsson kemur Fjölni 76. mínútú áður en Dagur Ingi Axelsson gulltryggir sigur Fjölnis á 96. mínútu. Fjölnir er í 3. sæti með 10 stig en KV er á botni deildarinnar án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×