Ráðgátan um útbreiðslu Covid-19 í Norður-Kóreu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2022 22:00 Auglýsingaskilti sem á stendur: „Félagi, ert þú að fylgja öryggisreglum okkar vegna veirunnar?“ Ríkisútvarp Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð hvetja íbúa til þess að sjóða greni og drekka saltvatn til að vinna bug á Covid-veikindum. Lyf eru af skornum skammti í landinu og íbúar óbólusettir, en stjórnvöld hafa hafnað allri aðstoð frá alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Nú þegar flest lönd hafa náð ágætis stjórn á faraldri kórónuveirunnar virðist staðan þung í einu einangraðasta ríki heims, Norður-Kóreu. Lítið er vitað um hvað nákvæmlega fer fram innan landamæra ríkisins. Stjórnvöld segjast vera með fulla stjórn á útbreiðslu veirunnar en leynileg samtöl íbúa sem flúið hafa land við fjölskyldur í Norður-Kóreu gefa annað til kynna og mála dökka mynd af stöðunni. Lyf af skornum skammti Maður sem flúði frá Norður-Kóreu fyrir tíu árum og lætur ekki nafns síns getið af öryggisástæðum sagðist í samtali við BBC eiga reglulega leynileg símtöl við fjölskyldu sína sem enn er í landinu og segir fjölskyldan að Covid-veikindi þar séu mun meiri en stjórnvöld gefi út um. Fólk ráfi á götum úti í leit að lækningu eða lyfjum. Doktor Nagi Shafik, sem hefur unnið fyrir Unicef í Norður-Kóreu frá árinu 2001 segir lyf í landinu af skornum skammti. Nær öll lyf séu flutt til landsins frá Kína en vegna landamæralokana síðustu tvö ár hafi nær ekkert flæði lyfja verið til Norður-Kóreu. Kennari mælir hita hjá nemenda í Kim Song Ju grunnskólanum í Pyongyang.AP/Cha Song Ho Íbúar óbólusettir Heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu er talið bágborið og landsmenn ekki bólusettir gegn sjúkdómnum. Maðurinn ónafngreindi segir stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa hvatt íbúa til að sjóða greni og drekka soðið til þess að vinna bug á Covid-veikindum. Þá hafi fólk verið hvatt til að drekka saltvatn í sama tilgangi en til marks um það hafa þúsund tonn af salti verið flutt til höfuðborgarinnar Pyongyang ef marka má ríkismiðil þar í landi. Það skal tekið fram að engin læknisfræðileg gögn sýna fram á að þessar aðferðir vinni bug á sjúkdómnum né hemji útbreiðslu hans. Svara ekki boðum um bóluefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðist til að afhenda stjórnvöldum bóluefni en því boði hefur ekki verið svarað. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa einnig boðið fram aðstoð. „Við viljum reyna að styðja við Norður-Kóreu með því að gefa þeim bóluefni, en ekki bara bóluefni heldur líka önnur lyf, en Norður-Kórea svarar okkur ekki. Við bíðum enn,“ sagði Na Kyung-Won, talsmaður forseta Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Norður Kóreu lýstu yfir neyðarástandi í landinu þegar fyrsta tilfellið var staðfest þann 12. maí á þessu ári. Aðeins sólarhring síðar voru sex dauðsföll af völdum sjúkdómsins staðfest. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast hafa hemil á útbreiðslu faraldursins.AP Lægsta dánartíðni í heimi? Hingað til hafa einungis sjötíu dauðsföll af völdum Covid verið staðfest af stjórnvöldum. Ef satt reynist er dánartíðni af völdum sjúkdómsins hvergi lægri en þar í landi sem geti ekki staðist að mati tölfræðingsins Martin Williams enda heilbrigðiskerfið ekki upp á marga fiska og íbúar óbólusettir. Stjórnvöld hafa ekki veitt alþjóðaheilbrigðisstofnuninni aðgang að gögnum um faraldurinn í landinu. Framkvæmdastjóri neyðarmála hjá stofnuninni óttast að ný afbrigði verði til þar sem veiran fái að leika lausum hala í þessu lokaðasta ríki heims. Norður-Kórea Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum. 17. maí 2022 19:10 Sex sagðir hafa látist vegna Covid-19 í Norður-Kóreu Aðeins einum sólarhring eftir að kórónuveiran skaut fyrst upp kollinum í Norður-Kóreu, að sögn yfirvalda, hafa nú fyrstu dauðsföllin verið staðfest einnig. 13. maí 2022 07:15 Staðfesta fyrsta tilfelli Covid-19 í Norður-Kóreu Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst yfir neyðarástandi í landinu eftir að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í morgun. 12. maí 2022 08:14 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Nú þegar flest lönd hafa náð ágætis stjórn á faraldri kórónuveirunnar virðist staðan þung í einu einangraðasta ríki heims, Norður-Kóreu. Lítið er vitað um hvað nákvæmlega fer fram innan landamæra ríkisins. Stjórnvöld segjast vera með fulla stjórn á útbreiðslu veirunnar en leynileg samtöl íbúa sem flúið hafa land við fjölskyldur í Norður-Kóreu gefa annað til kynna og mála dökka mynd af stöðunni. Lyf af skornum skammti Maður sem flúði frá Norður-Kóreu fyrir tíu árum og lætur ekki nafns síns getið af öryggisástæðum sagðist í samtali við BBC eiga reglulega leynileg símtöl við fjölskyldu sína sem enn er í landinu og segir fjölskyldan að Covid-veikindi þar séu mun meiri en stjórnvöld gefi út um. Fólk ráfi á götum úti í leit að lækningu eða lyfjum. Doktor Nagi Shafik, sem hefur unnið fyrir Unicef í Norður-Kóreu frá árinu 2001 segir lyf í landinu af skornum skammti. Nær öll lyf séu flutt til landsins frá Kína en vegna landamæralokana síðustu tvö ár hafi nær ekkert flæði lyfja verið til Norður-Kóreu. Kennari mælir hita hjá nemenda í Kim Song Ju grunnskólanum í Pyongyang.AP/Cha Song Ho Íbúar óbólusettir Heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu er talið bágborið og landsmenn ekki bólusettir gegn sjúkdómnum. Maðurinn ónafngreindi segir stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa hvatt íbúa til að sjóða greni og drekka soðið til þess að vinna bug á Covid-veikindum. Þá hafi fólk verið hvatt til að drekka saltvatn í sama tilgangi en til marks um það hafa þúsund tonn af salti verið flutt til höfuðborgarinnar Pyongyang ef marka má ríkismiðil þar í landi. Það skal tekið fram að engin læknisfræðileg gögn sýna fram á að þessar aðferðir vinni bug á sjúkdómnum né hemji útbreiðslu hans. Svara ekki boðum um bóluefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðist til að afhenda stjórnvöldum bóluefni en því boði hefur ekki verið svarað. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa einnig boðið fram aðstoð. „Við viljum reyna að styðja við Norður-Kóreu með því að gefa þeim bóluefni, en ekki bara bóluefni heldur líka önnur lyf, en Norður-Kórea svarar okkur ekki. Við bíðum enn,“ sagði Na Kyung-Won, talsmaður forseta Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Norður Kóreu lýstu yfir neyðarástandi í landinu þegar fyrsta tilfellið var staðfest þann 12. maí á þessu ári. Aðeins sólarhring síðar voru sex dauðsföll af völdum sjúkdómsins staðfest. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast hafa hemil á útbreiðslu faraldursins.AP Lægsta dánartíðni í heimi? Hingað til hafa einungis sjötíu dauðsföll af völdum Covid verið staðfest af stjórnvöldum. Ef satt reynist er dánartíðni af völdum sjúkdómsins hvergi lægri en þar í landi sem geti ekki staðist að mati tölfræðingsins Martin Williams enda heilbrigðiskerfið ekki upp á marga fiska og íbúar óbólusettir. Stjórnvöld hafa ekki veitt alþjóðaheilbrigðisstofnuninni aðgang að gögnum um faraldurinn í landinu. Framkvæmdastjóri neyðarmála hjá stofnuninni óttast að ný afbrigði verði til þar sem veiran fái að leika lausum hala í þessu lokaðasta ríki heims.
Norður-Kórea Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum. 17. maí 2022 19:10 Sex sagðir hafa látist vegna Covid-19 í Norður-Kóreu Aðeins einum sólarhring eftir að kórónuveiran skaut fyrst upp kollinum í Norður-Kóreu, að sögn yfirvalda, hafa nú fyrstu dauðsföllin verið staðfest einnig. 13. maí 2022 07:15 Staðfesta fyrsta tilfelli Covid-19 í Norður-Kóreu Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst yfir neyðarástandi í landinu eftir að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í morgun. 12. maí 2022 08:14 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum. 17. maí 2022 19:10
Sex sagðir hafa látist vegna Covid-19 í Norður-Kóreu Aðeins einum sólarhring eftir að kórónuveiran skaut fyrst upp kollinum í Norður-Kóreu, að sögn yfirvalda, hafa nú fyrstu dauðsföllin verið staðfest einnig. 13. maí 2022 07:15
Staðfesta fyrsta tilfelli Covid-19 í Norður-Kóreu Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst yfir neyðarástandi í landinu eftir að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í morgun. 12. maí 2022 08:14