Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Hjörvar Ólafsson skrifar 2. júní 2022 21:25 Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina vel í marki íslenska liðsins. Vísir/Getty Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. „Það eru blendnar tilfinningar sem bærast um í hjarta mér eftir þennan leik. Þeir fá líklega fleiri og hættulegri færi en við fengum líka tækifæri til þess að loka leiknum áður en þeir jafna," sagði Rúnar Alex um þróun leiksins í samtali við Viaplay. „Við erum með yngsta lið í Evrópu og ég er stoltur af þessari frammistöðu. Það var erfitt að standast pressuna hérna á erfiðum útivelli. Við gerðum það hins vegar afar vel og það er jákvætt. Við virðum bara stigið og höldum áfram,“ sagði markvörðurinn enn fremur. „Ég er öflugur einn á móti einum og þetta gekk vel. Það var góð tilfinning að ná að verja á þessum tímapunktum," sagði Rúnar Alex um þau tvö skipti þar sem hann varði vel frá sóknarmönnum ísraelska liðsins sem voru komnir einir í gegn. Rúnar Alex vék svo sögunni að umræðunni um íslenska landsliðið sem hefur verið ansi neikvæð síðasta árið um það bil. Of neikvæð miðað við aðstæður að hans mati. „Mér finnst við hafa fengið óverðskuldaða gagnrýni undanfarin misseri. Það verður að líta til þess að við misstum heilt byrjunarlið fyrir utan Birki Bjarnason og Hörð Björgvin. Að mínu mati hefðum við átt skilið meiri þolinmæði. Íslendingar geta verið fljótir í neikvæðni og mér finnst umræðan hafa verið ósanngjörn síðustu mánuðina. Vonandi breytist það í framhaldinu," sagði Vesturbæingurinn um stöðu mála. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira
„Það eru blendnar tilfinningar sem bærast um í hjarta mér eftir þennan leik. Þeir fá líklega fleiri og hættulegri færi en við fengum líka tækifæri til þess að loka leiknum áður en þeir jafna," sagði Rúnar Alex um þróun leiksins í samtali við Viaplay. „Við erum með yngsta lið í Evrópu og ég er stoltur af þessari frammistöðu. Það var erfitt að standast pressuna hérna á erfiðum útivelli. Við gerðum það hins vegar afar vel og það er jákvætt. Við virðum bara stigið og höldum áfram,“ sagði markvörðurinn enn fremur. „Ég er öflugur einn á móti einum og þetta gekk vel. Það var góð tilfinning að ná að verja á þessum tímapunktum," sagði Rúnar Alex um þau tvö skipti þar sem hann varði vel frá sóknarmönnum ísraelska liðsins sem voru komnir einir í gegn. Rúnar Alex vék svo sögunni að umræðunni um íslenska landsliðið sem hefur verið ansi neikvæð síðasta árið um það bil. Of neikvæð miðað við aðstæður að hans mati. „Mér finnst við hafa fengið óverðskuldaða gagnrýni undanfarin misseri. Það verður að líta til þess að við misstum heilt byrjunarlið fyrir utan Birki Bjarnason og Hörð Björgvin. Að mínu mati hefðum við átt skilið meiri þolinmæði. Íslendingar geta verið fljótir í neikvæðni og mér finnst umræðan hafa verið ósanngjörn síðustu mánuðina. Vonandi breytist það í framhaldinu," sagði Vesturbæingurinn um stöðu mála.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira