Prestar innflytjenda segja ríkisstjórnina ætla að senda fólk á götuna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júní 2022 14:01 Prestarnir Ása Laufey Sæmundsdóttir og Toshiki Toma skrifa undir umsögina. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á útlendingalögum sem sætt hefur gagnrýni prestastéttarinnar. aðsend/vísir Prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni hafa sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn er varðar frumvarp til breytinga á útlendingalögum. Þar er frumvarpið harðlega gagnrýnt og talið að með því verði grundvallarbjargráð tekin frá flóttafólki og því hent á götuna. Ása Laufey Sæmundsdóttir og Toshiki Toma, prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni skrifa undir umsögnina en athugasemdir hennar segja þau grundvallast á kirkjulegum sjónarmiðum og byggjast á raunveruleika fólks sem óskar eftir vernd á Íslandi. Hagsmunir ríkisstjórnarinnar í fyrirrúmi Umsögnin snýr aðallega að þeim greinum frumvarpsins þar sem kveðið er á um 30 daga frest flóttafólks til að koma sér úr landi eftir endanlega synjun á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd. Í þessum greinum er jafnframt lagt til að útlendingur skuli ekki teljast umsækjandi um alþjóðlega vernd þegar hann hefur fengið endanlega niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi. Prestarnir telja tilgang þessara breytinga skýran, að gera þá sem hafa fengið endanlega synjun á stjórnsýslustigi að „ólöglegum útlendingum“ sem íslenska ríkið sé ekki lengur skyldugt til að sjá um. Þeir telja breytingartillöguna, sem snýr að lagaákvæðum um efnismeðferð umsókna um alþjóðlega vernd, einfaldlega þýða að lögin útiloki umsækjanda sem þegar hefur öðlast vernd í öðru ríki frá því að fá efnislega meðferð á umsókn sinni hérlendis. Þessi breyting byggist á hagsmunum ríkisstjórnarinnar en ekki á hlutlausum skilningi á aðstæðum flóttafólks í Evrópu eða virðingu fyrir mannréttindum þeirra. „Hvernig sér manneskja fyrir sér hafi hún ekki framfærslu og húsaskjól?“ spyrja prestarnir og minna á synjun Útlendingastofnunar á umsóknum tugum umsækjenda um alþjóðlega vernd sumarið 2021. „Það vakti gríðarlega óánægju almennings í samfélaginu“ segir í umsögninni Brjóti gegn kristilegu siðgæði og miskunnarsemi Prestarnir lýsa því yfir að þessi breyting brjóti í bága við kristilegt siðgæði og miskunnsemi. „Afleiðingarnar eru ófyrirséðar, en afar dýrkeyptar fyrir fólk sem fór ekki sjálfviljugt frá sínu heimalandi, heldur var að flýja óþolandi og óbærilegar aðstæður. Okkur þykir ljóst að verði þessi málsliður samþykktur muni íslenska ríkið brjóta gegn þeim mannréttindasáttmálum sem stjórnvöld hafa heitið að virða.“ segir í umsögninni Þá er lagt er til að dómstólar meti réttmæti synjunar frekar en Útlendingastofnun eða Kærunefnd útlendingamála. „Jafnvel þótt við viðurkennum nauðsyn þess að setja takmarkanir á réttindi umsækjanda um alþjóðlega vernd sem hefur fengið endanlega synjun, teljum við nauðsynlegt að þriðji aðili, t.d. héraðsdómur, dæmi um hvort takmörkunin sé rétt og sanngjörn eða ekki. Slíkur dómur ætti ekki að vera í höndum framkvæmdaraðila eins og Útlendingastofnunnar, að okkar mati.“ Stuðningur prestanna við góða og ítarlega umsögn Rauða Krossins um frumvarpið ítrekaður að öðru leyti. „Bæn okkar er sú að Guð blessi Alþingi íslendinga og mikilvæg störf þess.“ segir að lokum. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þjóðkirkjan Hælisleitendur Tengdar fréttir Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. 24. maí 2022 15:26 Brottvísanirnar stríði gegn kristnum gildum Biskup Íslands gagnrýnir fyrirhugaðar brottvísanir á flóttafólki og hælisleitendum sem stjórnvöld áforma. Í viðtali við Fréttablaðið segir Agnes M. Sigurðardóttir að mat, fremur en óhagganlegar reglur, ráði för í málinu. 24. maí 2022 07:23 Fjórtán samtök kalla eftir samráði við breytingar á útlendingafrumvarpi Rauði krossinn, ASÍ og Unicef eru meðal þeirra fjórtán samtaka sem gagnrýna stjórnvöld fyrir skort á samráði við meðferð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga. Yfirlýsinguna sendu félögin frá sér í morgun og lýsa þar yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum. 19. maí 2022 17:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Ása Laufey Sæmundsdóttir og Toshiki Toma, prestar innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni skrifa undir umsögnina en athugasemdir hennar segja þau grundvallast á kirkjulegum sjónarmiðum og byggjast á raunveruleika fólks sem óskar eftir vernd á Íslandi. Hagsmunir ríkisstjórnarinnar í fyrirrúmi Umsögnin snýr aðallega að þeim greinum frumvarpsins þar sem kveðið er á um 30 daga frest flóttafólks til að koma sér úr landi eftir endanlega synjun á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd. Í þessum greinum er jafnframt lagt til að útlendingur skuli ekki teljast umsækjandi um alþjóðlega vernd þegar hann hefur fengið endanlega niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi. Prestarnir telja tilgang þessara breytinga skýran, að gera þá sem hafa fengið endanlega synjun á stjórnsýslustigi að „ólöglegum útlendingum“ sem íslenska ríkið sé ekki lengur skyldugt til að sjá um. Þeir telja breytingartillöguna, sem snýr að lagaákvæðum um efnismeðferð umsókna um alþjóðlega vernd, einfaldlega þýða að lögin útiloki umsækjanda sem þegar hefur öðlast vernd í öðru ríki frá því að fá efnislega meðferð á umsókn sinni hérlendis. Þessi breyting byggist á hagsmunum ríkisstjórnarinnar en ekki á hlutlausum skilningi á aðstæðum flóttafólks í Evrópu eða virðingu fyrir mannréttindum þeirra. „Hvernig sér manneskja fyrir sér hafi hún ekki framfærslu og húsaskjól?“ spyrja prestarnir og minna á synjun Útlendingastofnunar á umsóknum tugum umsækjenda um alþjóðlega vernd sumarið 2021. „Það vakti gríðarlega óánægju almennings í samfélaginu“ segir í umsögninni Brjóti gegn kristilegu siðgæði og miskunnarsemi Prestarnir lýsa því yfir að þessi breyting brjóti í bága við kristilegt siðgæði og miskunnsemi. „Afleiðingarnar eru ófyrirséðar, en afar dýrkeyptar fyrir fólk sem fór ekki sjálfviljugt frá sínu heimalandi, heldur var að flýja óþolandi og óbærilegar aðstæður. Okkur þykir ljóst að verði þessi málsliður samþykktur muni íslenska ríkið brjóta gegn þeim mannréttindasáttmálum sem stjórnvöld hafa heitið að virða.“ segir í umsögninni Þá er lagt er til að dómstólar meti réttmæti synjunar frekar en Útlendingastofnun eða Kærunefnd útlendingamála. „Jafnvel þótt við viðurkennum nauðsyn þess að setja takmarkanir á réttindi umsækjanda um alþjóðlega vernd sem hefur fengið endanlega synjun, teljum við nauðsynlegt að þriðji aðili, t.d. héraðsdómur, dæmi um hvort takmörkunin sé rétt og sanngjörn eða ekki. Slíkur dómur ætti ekki að vera í höndum framkvæmdaraðila eins og Útlendingastofnunnar, að okkar mati.“ Stuðningur prestanna við góða og ítarlega umsögn Rauða Krossins um frumvarpið ítrekaður að öðru leyti. „Bæn okkar er sú að Guð blessi Alþingi íslendinga og mikilvæg störf þess.“ segir að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þjóðkirkjan Hælisleitendur Tengdar fréttir Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. 24. maí 2022 15:26 Brottvísanirnar stríði gegn kristnum gildum Biskup Íslands gagnrýnir fyrirhugaðar brottvísanir á flóttafólki og hælisleitendum sem stjórnvöld áforma. Í viðtali við Fréttablaðið segir Agnes M. Sigurðardóttir að mat, fremur en óhagganlegar reglur, ráði för í málinu. 24. maí 2022 07:23 Fjórtán samtök kalla eftir samráði við breytingar á útlendingafrumvarpi Rauði krossinn, ASÍ og Unicef eru meðal þeirra fjórtán samtaka sem gagnrýna stjórnvöld fyrir skort á samráði við meðferð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga. Yfirlýsinguna sendu félögin frá sér í morgun og lýsa þar yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum. 19. maí 2022 17:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. 24. maí 2022 15:26
Brottvísanirnar stríði gegn kristnum gildum Biskup Íslands gagnrýnir fyrirhugaðar brottvísanir á flóttafólki og hælisleitendum sem stjórnvöld áforma. Í viðtali við Fréttablaðið segir Agnes M. Sigurðardóttir að mat, fremur en óhagganlegar reglur, ráði för í málinu. 24. maí 2022 07:23
Fjórtán samtök kalla eftir samráði við breytingar á útlendingafrumvarpi Rauði krossinn, ASÍ og Unicef eru meðal þeirra fjórtán samtaka sem gagnrýna stjórnvöld fyrir skort á samráði við meðferð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga. Yfirlýsinguna sendu félögin frá sér í morgun og lýsa þar yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum. 19. maí 2022 17:30