Segir sprengjuhótunina hafa verið yfir strikið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 15:30 Harry Maguire átti erfitt uppdráttar á nýafstöðnu tímabili. AP Photo/Jon Super Harry Maguire, varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir að hann geti vel tekið gagnrýni á eigin frammistöðu en að það hafi verið farið yfir strikið þegar sprengjuhótun barst á heimili hans fyrr á þessu ári. Í apríl þurfti lögreglan að grandskoða heimili Maguire, þar sem hann býr með unnustu sinni og tveimur ungum börnum, eftir að sprengjuhótun barst. „Ég get höndlað það að fólk sé að gagnrýna mig og segja að ég þurfi að bæta leik minn. Það er hins vegar lína þar sem þetta verður persónulegt. Við erum mannleg og ég á fjölskyldu,“ sagði Maguire í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Gagnrýnin hefur ekki mikil áhrif á mig en sprengjuhótun, hún snýr að fjölskyldunni minni. Ég er bara glaður að börnin mín eru á þeim aldri að þau geta ekki lesið neitt um þetta eða séð þetta í fréttunum.“ „Það væri aðeins erfiðara ef þau gætu lesið um hvað gekk á og heyrt talað um það í skólanum eða út á götu.“ Maguire viðurkenndi að tímabilið hefði ekki verið gott og fór ekkert í grafgötur með það. Hann segir að hann sjálfur sé enn sinn helsti gagnrýndi „þó það séu margir gagnrýnendur þarna úti.“ Harry Maguire says he can accept criticism of his performances but a line was crossed when he received a bomb threat earlier this year.Read more #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) June 1, 2022 „Ég reyni að bæta mig á hverjum degi. Ef þú ætlar að vera við toppinn á 10-15 ára ferli þá munu koma hæðir og lægðir,“ sagði Maguire að endingu. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 29 ára gamla miðvarðar. Talið er að Maguire henti illa leikstíl Erik ten Hag, nýs þjálfara Man Utd, og þá er talið að miðvörðurinn gæti misst fyrirliðabandið er liðið hefur undirbúning fyrir næsta tímabil. Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Í apríl þurfti lögreglan að grandskoða heimili Maguire, þar sem hann býr með unnustu sinni og tveimur ungum börnum, eftir að sprengjuhótun barst. „Ég get höndlað það að fólk sé að gagnrýna mig og segja að ég þurfi að bæta leik minn. Það er hins vegar lína þar sem þetta verður persónulegt. Við erum mannleg og ég á fjölskyldu,“ sagði Maguire í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Gagnrýnin hefur ekki mikil áhrif á mig en sprengjuhótun, hún snýr að fjölskyldunni minni. Ég er bara glaður að börnin mín eru á þeim aldri að þau geta ekki lesið neitt um þetta eða séð þetta í fréttunum.“ „Það væri aðeins erfiðara ef þau gætu lesið um hvað gekk á og heyrt talað um það í skólanum eða út á götu.“ Maguire viðurkenndi að tímabilið hefði ekki verið gott og fór ekkert í grafgötur með það. Hann segir að hann sjálfur sé enn sinn helsti gagnrýndi „þó það séu margir gagnrýnendur þarna úti.“ Harry Maguire says he can accept criticism of his performances but a line was crossed when he received a bomb threat earlier this year.Read more #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) June 1, 2022 „Ég reyni að bæta mig á hverjum degi. Ef þú ætlar að vera við toppinn á 10-15 ára ferli þá munu koma hæðir og lægðir,“ sagði Maguire að endingu. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 29 ára gamla miðvarðar. Talið er að Maguire henti illa leikstíl Erik ten Hag, nýs þjálfara Man Utd, og þá er talið að miðvörðurinn gæti misst fyrirliðabandið er liðið hefur undirbúning fyrir næsta tímabil.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira