Fótbolti

Inter mun hitta lög­fræðinga Luka­ku til að ræða mögu­lega endur­komu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Romelu Lukaku heillaði ekki í búning Chelsea í vetur.
Romelu Lukaku heillaði ekki í búning Chelsea í vetur. Alex Pantling/Getty Images

Endurkoma Romelu Lukaku til Chelsea hefur ekki gengið jafn vel og báðir aðilar vonuðust eftir. Belgíski framherjinn lét þau orð falla seint á síðasta ári að hann gæti vel íhugað sér að snúa aftur til Inter Milan, að gæti raungerst í sumar.

Endurkoma Romelu Lukaku til Chelsea hefur ekki gengið jafn vel og báðir aðilar vonuðust eftir. Belgíski framherjinn lét þau orð falla seint á síðasta ári að hann gæti vel íhugað sér að snúa aftur til Inter Milan, að gæti raungerst í sumar.

Sky Sports greinir frá því að lögfræðingar Romelu Lukaku muni hitta forráðamenn Inter Milan í vikunni til að ræða mögulega endurkomu til Mílanó.

Lukaku var frábær er liðið vann Serie A, ítölsku úrvalsdeildina, á síðasta ári en hann var í kjölfarið seldur til Chelsea þar sem Inter var í fjárhagsvandræðum. Chelsea borgaði 97,5 milljónir punda fyrir framherjann sem er í dag 29 ára gamall.

Þó Lukaku hafi endað sem markahæsti leikmaður Chelsea á tímabilinu með 15 mörk í samtals 44 leikjum þá var hann langt frá því að standast þær væntingar sem til hans voru gerðar.

Guiseppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter, segir félagið hafa mikinn áhuga á því að fá Lukaku aftur í sínar raðir en það liggi ekkert á. Í frétt Sky segir það augljóst að Chelsea muni aldrei fá þá upphæð til baka sem félagið borgaði fyrir Lukaku sumarið 2021.

Mögulega séu hins vegar nýir eigendur félagsins til að selja leikmanninn frekar en að borga himinhá laun hans þegar það er ljóst að hann passar illa inn í leikstíl Thomas Tuchel.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.