Messi gat ekki hlaupið í margar vikur eftir smit Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2022 17:30 Lionel Messi fann vel fyrir eftirköstum kórónuveirusmitsins í janúar. Getty/Alvaro Medranda Lionel Messi var lengi að jafna sig eftir að hafa smitast af kórónuveirunni í byrjun árs og kveðst enn hafa verið að jafna sig þegar hann féll úr leik í Meistaradeild Evrópu með liði sínu PSG. Hinn 34 ára gamli Messi ræddi um eftirköstin af kórónuveirusmitinu við argentínska miðilinn TYC Sports í gær. Hann fann fyrir algengum einkennum þegar hann veiktist í fyrstu; særindum í hálsi, hósta og hita. En þegar það var afstaðið átti hann áfram í erfiðleikum varðandi öndun. „Ég glímdi við eftirköst. Þetta hafði áhrif á lungun mín. Ég sneri til baka og í einn og hálfan mánuð var eins og ég gæti ekki hlaupið því þetta hafði áhrif á lungun mín,“ sagði Messi. Hann missti af þremur leikjum í janúar eftir að hafa greinst með smit en sneri svo aftur til keppni og var búinn að ná nokkrum leikjum fyrir einvígið við Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég sneri aftur fyrr en ég hefði átt að gera og það gerði illt verra og seinkaði batanum. En ég gat bara ekki beðið lengur. Ég vildi hlaupa og æfa – koma mér af stað. En á endanum varð þetta verra,“ sagði Messi. Tapið gegn Real Madrid gerði út af við alla Leikirnir við Real Madrid voru 15. febrúar og 9. mars, og eftir að PSG hafði komist í 2-0 vann Real 3-2 með þrennu frá Karim Benzema á síðasta hálftíma einvígisins. „Þegar ég var hálfnaður [í átt að mínu besta formi] gerðist þetta með Real Madrid og það drap okkur alveg. Það gerði út af við mig og okkur alla í búningsklefanum, sem og alla í París, því við áttum okkur stóran draum í þessari keppni. Það hvernig þetta atvikaðist allt saman, leikurinn, úrslitin… þetta var blaut tuska í andlitið,“ sagði Messi sem nú undirbýr sig fyrir leik með Argentínu gegn Ítalíu 1. júní, í Finalissima en það er leikurinn á milli ríkjandi Evrópumeistara og Suður-Ameríkumeistara. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Messi ræddi um eftirköstin af kórónuveirusmitinu við argentínska miðilinn TYC Sports í gær. Hann fann fyrir algengum einkennum þegar hann veiktist í fyrstu; særindum í hálsi, hósta og hita. En þegar það var afstaðið átti hann áfram í erfiðleikum varðandi öndun. „Ég glímdi við eftirköst. Þetta hafði áhrif á lungun mín. Ég sneri til baka og í einn og hálfan mánuð var eins og ég gæti ekki hlaupið því þetta hafði áhrif á lungun mín,“ sagði Messi. Hann missti af þremur leikjum í janúar eftir að hafa greinst með smit en sneri svo aftur til keppni og var búinn að ná nokkrum leikjum fyrir einvígið við Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég sneri aftur fyrr en ég hefði átt að gera og það gerði illt verra og seinkaði batanum. En ég gat bara ekki beðið lengur. Ég vildi hlaupa og æfa – koma mér af stað. En á endanum varð þetta verra,“ sagði Messi. Tapið gegn Real Madrid gerði út af við alla Leikirnir við Real Madrid voru 15. febrúar og 9. mars, og eftir að PSG hafði komist í 2-0 vann Real 3-2 með þrennu frá Karim Benzema á síðasta hálftíma einvígisins. „Þegar ég var hálfnaður [í átt að mínu besta formi] gerðist þetta með Real Madrid og það drap okkur alveg. Það gerði út af við mig og okkur alla í búningsklefanum, sem og alla í París, því við áttum okkur stóran draum í þessari keppni. Það hvernig þetta atvikaðist allt saman, leikurinn, úrslitin… þetta var blaut tuska í andlitið,“ sagði Messi sem nú undirbýr sig fyrir leik með Argentínu gegn Ítalíu 1. júní, í Finalissima en það er leikurinn á milli ríkjandi Evrópumeistara og Suður-Ameríkumeistara.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Sjá meira