Erlent

Taí­vanir bregðast við flugi kín­verskra her­flug­véla

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Frá æfingum taívanska hersins í austurhluta Pingtung um helgina.
Frá æfingum taívanska hersins í austurhluta Pingtung um helgina. EPA

Taívanir segjast hafa sent orrustuþotur á loft til að stugga við þrjátíu kínverskum herflugvélum sem höfðu farið inn fyrir lofthelgi eyjunnar í gær.

Kínverjar hafa farið slíkar ferðir reglulega síðustu misserin en svo margar vélar hafa ekki verið á ferðinni síðan í janúar að því er segir í frétt BBC.

Aðeins eru nokkrir dagar liðnir síðan Joe Biden Bandaríkjaforseti varaði Kínverja við því að ráðast á Taívan og í gær var bandarískur embættismaður staddur á Taívan til að ræða öryggismál við leiðtoga landsins.

Kínverjar viðurkenna ekki sjálfstæði Taívans sem þeir segja órjúfanlegan hluta af kínverska alþýðulýðveldinu og hafa margsinnis lýst því yfir að þeir muni taka eyjuna með valdi, ef nauðsyn þykir til.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×