„Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 31. maí 2022 08:01 Einar Þorsteinsson segir meirihlutaviðræður í borginni ganga vel en þó hafi enginn tímarammi verið settur. Stöð 2/Egill Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði um helgina að stefnt væri að því að klára viðræður um myndun nýs borgarstjórnarmeirihluta fyrir 7. júní þegar ný borgarstjórn kemur fyrst saman. „Við höfum ekki sett okkur nein tímamörk sérstök í þessu, við tökum okkur bara þann tíma sem við þurfum, þetta eru stór og mikilvæg mál sem þarf að leysa úr og fyrir mitt leiti eru engin tímamörk í þessu og ég held að Dagur sé þeirrar skoðunar líka,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. Auðvitað væri betra ef flokkarnir kæmu sér saman um málefni fyrir fyrsta fund en ef það næðist ekki mui starfsaldursforseti stýra fundum borgarstjórnar og kosið verði í ráð og nefndir með D'hondt kosningakerfinu. „Það er bara verkefnið og ekkert mál þótt það væri þannig. En við reynum náttúrulega klára innan þessa tímaramma,“ segir Einar. Hann segir gerð málefnasamnings miða vel og að oddvitar flokkanna hafi rætt skipulagsmál, húsnæðismál, samgöngumál, lýðræðismál, þjónustu við borgarbúa og stafræna vegferð borgarinnnar síðustu daga. „Það er mikilvægt að þessi hópur sem er að fara að mynda, ef næst saman, næstu fjögur ár hafi sameiginlega sýn á það hvert við stefnum og hvaða aðferðum við ætlum að beita til að ná þessum markmiðum,“ segir Einar. Breytingar sem Framsókn boðaði hafi strax haft áhrif Einar segir að þær breytingar sem flokkurinn boðaði í kosningabaráttunni væru þegar búnar að hafa áhrif. „Ég held að þau mál sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni, sérstaklega hvað varðar húsnæðismálin, hafi haft áhrif á kosningabaráttuna og umræðuna og ráðið atkvæðum kjósenda að mörgu leyti. Þessir flokkar sem hér eru höfðu uppi áform um húsnæðisuppbyggingu, juku lóðaframboðið rétt fyrir kosningar og skrifað var undir viljayfirlýsingu um Keldnalandið rétt fyrir kosningar. Þannig að ég held að innkoma Framsóknar inn í stjórnmálin í borginni hafi sannarlega haft áhrif strax,“ segir Einar. Reyna að bræða saman málefni allra flokka Framsókn setji húsnæðismálefnin á oddinn en miðað við nýjustu mannfjöldaspár væri ljóst að ráðast þyrfti í miklu mun meiri uppbyggingu en gert hafi verið ráð fyrir. Flokkurinn standi fyrir uppbyggingu samgönguinnviða, meðal annars með því að stigin verði stór skref í átt að Sundabraut strax í upphafi kjörtímabils. „Það hafa allir flokkar sín stefnumál og mál sem þeir setja á oddinn. Nú erum við bara að tala saman, bræða saman þessar hugmyndir og mynda góðan samning, sáttmála um næstu fjögur ár, af því það er mikilvægt að ná árangri í borginni,“ segir Einar. Einar segir ekki hægt að segja til um að svo stöddu hvort viðræður flokkanna gætu mögulega siglt í strand á vegna skiptingar embætta í borgarstjórn. „Ég hef gætt mín á því að vera ekki að setja afarkosti fyrir þessum viðræðum af því að mér finnst að málefnin eigi að ráða og svo finnum við út úr hinu,“ segir hann. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði um helgina að stefnt væri að því að klára viðræður um myndun nýs borgarstjórnarmeirihluta fyrir 7. júní þegar ný borgarstjórn kemur fyrst saman. „Við höfum ekki sett okkur nein tímamörk sérstök í þessu, við tökum okkur bara þann tíma sem við þurfum, þetta eru stór og mikilvæg mál sem þarf að leysa úr og fyrir mitt leiti eru engin tímamörk í þessu og ég held að Dagur sé þeirrar skoðunar líka,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. Auðvitað væri betra ef flokkarnir kæmu sér saman um málefni fyrir fyrsta fund en ef það næðist ekki mui starfsaldursforseti stýra fundum borgarstjórnar og kosið verði í ráð og nefndir með D'hondt kosningakerfinu. „Það er bara verkefnið og ekkert mál þótt það væri þannig. En við reynum náttúrulega klára innan þessa tímaramma,“ segir Einar. Hann segir gerð málefnasamnings miða vel og að oddvitar flokkanna hafi rætt skipulagsmál, húsnæðismál, samgöngumál, lýðræðismál, þjónustu við borgarbúa og stafræna vegferð borgarinnnar síðustu daga. „Það er mikilvægt að þessi hópur sem er að fara að mynda, ef næst saman, næstu fjögur ár hafi sameiginlega sýn á það hvert við stefnum og hvaða aðferðum við ætlum að beita til að ná þessum markmiðum,“ segir Einar. Breytingar sem Framsókn boðaði hafi strax haft áhrif Einar segir að þær breytingar sem flokkurinn boðaði í kosningabaráttunni væru þegar búnar að hafa áhrif. „Ég held að þau mál sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni, sérstaklega hvað varðar húsnæðismálin, hafi haft áhrif á kosningabaráttuna og umræðuna og ráðið atkvæðum kjósenda að mörgu leyti. Þessir flokkar sem hér eru höfðu uppi áform um húsnæðisuppbyggingu, juku lóðaframboðið rétt fyrir kosningar og skrifað var undir viljayfirlýsingu um Keldnalandið rétt fyrir kosningar. Þannig að ég held að innkoma Framsóknar inn í stjórnmálin í borginni hafi sannarlega haft áhrif strax,“ segir Einar. Reyna að bræða saman málefni allra flokka Framsókn setji húsnæðismálefnin á oddinn en miðað við nýjustu mannfjöldaspár væri ljóst að ráðast þyrfti í miklu mun meiri uppbyggingu en gert hafi verið ráð fyrir. Flokkurinn standi fyrir uppbyggingu samgönguinnviða, meðal annars með því að stigin verði stór skref í átt að Sundabraut strax í upphafi kjörtímabils. „Það hafa allir flokkar sín stefnumál og mál sem þeir setja á oddinn. Nú erum við bara að tala saman, bræða saman þessar hugmyndir og mynda góðan samning, sáttmála um næstu fjögur ár, af því það er mikilvægt að ná árangri í borginni,“ segir Einar. Einar segir ekki hægt að segja til um að svo stöddu hvort viðræður flokkanna gætu mögulega siglt í strand á vegna skiptingar embætta í borgarstjórn. „Ég hef gætt mín á því að vera ekki að setja afarkosti fyrir þessum viðræðum af því að mér finnst að málefnin eigi að ráða og svo finnum við út úr hinu,“ segir hann.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira