Fótbolti

„Þá hefði ég sagt að þetta væri mesti fá­viti sem ég hef kynnst“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson í einum af 29 leikjum sínum með íslenska A-landsliðinu. Hann og Thierry Henry náðu ekki vel saman til að byrja með í New York.
Guðlaugur Victor Pálsson í einum af 29 leikjum sínum með íslenska A-landsliðinu. Hann og Thierry Henry náðu ekki vel saman til að byrja með í New York. Getty/Alex Grimm

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var á sínum tími samherji goðsagnarinnar Thierry Henry hjá New York Red Bulls. Aðspurður á þeim tíma hefði Guðlaugur Victor sagt að Henry væri algjör fáviti. Skoðun hans hefur þó breyst með árunum.

Guðlaugur Victor leikur í dag með þýska stórveldinu Schalke 04. Bar hann fyrirliðaband liðsins er það tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Guðlaugur Victor ræddi lífið og veginn í þættinum Dagmál á mbl.is.

Þar á meðal ræddi hann veru sína í New York og til að mynda að það væri mikilvægara fyrir hann í dag að vera með fjölskyldu sinni heldur en íslenska landsliðinu. Guðlaugur Victor hefur áður rætt Henry en eftir að Íslendingurinn svaraði framherjanum franska þá svaraði Frakkinn með því að leggja hann í einelti á æfingum.

„Ef þú hefðir spurt mig þá, þá hefði ég sagt að þetta væri mesti fá­viti sem ég hef kynnst. En þegar ég horfi til baka – ég var – hann er sigurvegari. Hann er búinn að vera hjá Arsenal, Barcelona og vinna allt sem hægt er að vinna.“

„Þegar ég horfði á Last Dance með Michael Jordan, ég sá bara Thierry Henry. Þannig var hann. Þótt hann hafi verið í New York Red Bulls, hann vildi bara vinna. Hann vildi fá það sama, eins og Michael Jordan í þáttunum.“

„Ég var með stóran kjaft þegar ég hafði alls ekki efni á því, tíminn minn hjá New York var algjört flopp sko. Ég var með stóran kjaft og var bara krakki í hans augum,“ segir Guðlaugur Victor í viðtalinu sem finna má á vef mbl.

Hinn 31 árs gamli Guðlaugur Victor hefur komið víða við á ferlinum og meðal annars spilað á Englandi, í Skotlandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Austurríki og Þýskalandi. Hann á að baki 29 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 1 mark.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.