Innlent

Vill dusta rykið af áformum um nýja flugstöð í Reykjavík

Kristján Már Unnarsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á Reykjavíkurflugvelli.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á Reykjavíkurflugvelli. Ívar Fannar Arnarsson

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir tímabært að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Nærri tvö ár eru síðan áform um að byggja nýja flugstöð voru kynnt en gert er ráð fyrir að hún verði um sextán hundruð fermetrar að stærð.

Ráðherrann kvaðst fyrir tveimur árum vonast til að hægt yrði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót, það er fyrir lok árs 2020. Í fréttum Stöðvar 2 var ráðherra flugmála spurður hvað liði þessum áformum. Hér má sjá svar hans:

Hér má heyra hvað ráðherrann sagði fyrir tveimur árum:


Tengdar fréttir

Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík

Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun.

Ísfirðingar vilja nýja flugstöð í Reykjavík

„Óbreytt ástand í flugstöðvarmálum er óviðunandi og því þarf að bregðast við með bættri aðstöðu svo að innanlandsflug geti dafnað,“ segir í ályktun bæjarráðs Ísafjarðar.

Undirskriftir 69 þúsunda manna afhentar

Samtökin Hjartað í Vatnsmýri afhentu í hádeginu í dag Jóni Gnarr borgarstjóra undirskriftalista þeirra sem mótmælt hafa áformum um að flytja innanlandsflug úr Vatnsmýrinni.

Hætt við samgöngumiðstöð

Samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli var slegin út af borðinu á fundi borgarstjóra og samgönguráðherra síðdegis en í staðinn ákveðið að finna aðra leið til að bæta aðstöðu farþega þar til flugvöllurinn færi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×