„Óbreytt ástand í flugstöðvarmálum er óviðunandi og því þarf að bregðast við með bættri aðstöðu svo að innanlandsflug geti dafnað,“ segir í ályktun bæjarráðs Ísafjarðar í kjölfar umræðna í ráðinu um áform Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra um byggingu flugstöðvar í Vatnsmýri.
„Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar áformum samgönguráðherra um byggingu flugstöðvar í Vatnsmýri. Ljóst er að núverandi flugvöllur mun standa þarna næstu árin,“ segir í ályktuninni.
Ísfirðingar vilja nýja flugstöð í Reykjavík

Tengdar fréttir

Hægt að nýta nýju flugstöðina í annað ef flugvöllurinn fer
Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að ef breytingar verði gerðar á staðsetningu innanlandsflugs verði hægt að nýta nýja flugstöð sem stendur til að byggja til annars.

Borgarstjóri vonar að vopnaglamri um Reykjavíkurflugvöll verði hætt
Borgarstjóri vonar að framtíð flugvallar á höfuðborgarsvæðinu verði sett í ákvarðanatökuferli á uppbyggilegum nótum en ekki í eitthvert vopnaglamur milli hans og samgönguráðherra.

Þungavigtarfólk í Viðreisn mótfallið áformum samgönguráðherra um nýja flugstöð í Vatnsmýri
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, segir að framtíð innanlandsflugs sé ekki í Vatnsmýri. Að ætla annað sé sóun á dýrmætum tíma og peningum segir ráðherrann í færslu á Twitter.