Borgarstjóri vonar að vopnaglamri um Reykjavíkurflugvöll verði hætt Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2017 18:45 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri Reykjavíkur. Vísir/Valli/Pjetur Borgarstjóri vonar að framtíð flugvallar á höfuðborgarsvæðinu verði sett í ákvarðanatökuferli á uppbyggilegum nótum en ekki í eitthvert vopnaglamur milli hans og samgönguráðherra. Ráðherrann vill að byggð verði ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli strax á næsta ári og möguleikar kannaðir á áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði í Bítinu á Bylgunni í morgun að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýri á meðan ekki hafi verið ákveðið að byggja upp flugvöll annars staðar. Hins vegar sé núverandi aðstaða fyrir farþega og starfsfólk í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ekki boðleg og því nauðsynlegt að reisa nýja flugstöð strax á næsta ári. Hvað sem líður skoðunum fólks á framtíð Reykjavíkurflugvallar eru flestir þeir sem fara um flugstöðina á vellinum sammála um að aðstaðan þar er hvorki góð fyrir farþega né starfsfólk. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í sjálfu sér ekki illa í að aðstæður á flugvellinum verði bættar. Í samningi ríkis og borgar frá 2013 sé gert ráð fyrir að gera megi endurbætur á aðstöðu farþega. „Það er sérstaklega kveðið á um að Isavia þurfi þá að semja við Flugfélag Íslands sem á núverandi byggingar. Við hönnun og útfærslu verði þá tryggt að það sé auðvelt að færa viðkomandi byggingar ef til kemur og það verði gert Reykjavíkurborg að bótalausu,“ segir Dagur. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, sem áður hét Flugfélag Íslands, fagnar þeim áformum ráðherra að byggja nýja flugstöð í Reykjavík. Það sé orðið stöðugt kostnaðarsamara og erfiðara að viðhalda núverandi byggingu og því séþetta mikið fagnaðarefni fyrir félagið og farþega þess. Reiknað hefur verið með að ný bygging rýsi norðaustan við núverandi flugstöð. Samgönguráðherra ætlar að skipa nýjan starfshóp um framtíð flugvallar í Reykjavík þar sem einnig verði skoðaðir möguleikar á að hann verði áfram þar sem hann er, ef til vill í breyttri mynd. Borgarstjóri segir að fyrri nefndir hafa skoðað kosti við breyttan Reykjavíkurflugvöll og hann eigi ekki von á að nýr starfshópur komist að annarri niðurstöðu og þvíþurfi að skoða Hvassahraun til hlítar. „Að ekki sé talað um að ef hægt er að tengja betur innanlandsflug og millilandaflug eru auðvitað í því mikil sóknarfæri. Ekki síst fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni og innalandsflugið sjálft. Því þá eru fleiri farþegar sem myndu nýta sér það,“ segir borgarstjóri. Samkvæmt skipulagi á Reykjavíkurflugvöllur að fullu að vera horfinn úr Vatnsmýri árið 2024. „Við getum vonað að það sé verið að setja þetta í einhvern fastari farveg sem er þá vonandi ákvarðanatöku farvegur.“Reiknar þú með að ráðherra ræði þetta við þig á næstunni?„Við erum búnir að tala um þau og ræða að fara vel yfir þetta saman. Ég vona að það verði á uppbyggilegum nótum en ekki eihverju vopnaglamri okkar á milli,“ segir Dagur B. Eggertsson. Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Borgarstjóri vonar að framtíð flugvallar á höfuðborgarsvæðinu verði sett í ákvarðanatökuferli á uppbyggilegum nótum en ekki í eitthvert vopnaglamur milli hans og samgönguráðherra. Ráðherrann vill að byggð verði ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli strax á næsta ári og möguleikar kannaðir á áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði í Bítinu á Bylgunni í morgun að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýri á meðan ekki hafi verið ákveðið að byggja upp flugvöll annars staðar. Hins vegar sé núverandi aðstaða fyrir farþega og starfsfólk í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ekki boðleg og því nauðsynlegt að reisa nýja flugstöð strax á næsta ári. Hvað sem líður skoðunum fólks á framtíð Reykjavíkurflugvallar eru flestir þeir sem fara um flugstöðina á vellinum sammála um að aðstaðan þar er hvorki góð fyrir farþega né starfsfólk. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í sjálfu sér ekki illa í að aðstæður á flugvellinum verði bættar. Í samningi ríkis og borgar frá 2013 sé gert ráð fyrir að gera megi endurbætur á aðstöðu farþega. „Það er sérstaklega kveðið á um að Isavia þurfi þá að semja við Flugfélag Íslands sem á núverandi byggingar. Við hönnun og útfærslu verði þá tryggt að það sé auðvelt að færa viðkomandi byggingar ef til kemur og það verði gert Reykjavíkurborg að bótalausu,“ segir Dagur. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, sem áður hét Flugfélag Íslands, fagnar þeim áformum ráðherra að byggja nýja flugstöð í Reykjavík. Það sé orðið stöðugt kostnaðarsamara og erfiðara að viðhalda núverandi byggingu og því séþetta mikið fagnaðarefni fyrir félagið og farþega þess. Reiknað hefur verið með að ný bygging rýsi norðaustan við núverandi flugstöð. Samgönguráðherra ætlar að skipa nýjan starfshóp um framtíð flugvallar í Reykjavík þar sem einnig verði skoðaðir möguleikar á að hann verði áfram þar sem hann er, ef til vill í breyttri mynd. Borgarstjóri segir að fyrri nefndir hafa skoðað kosti við breyttan Reykjavíkurflugvöll og hann eigi ekki von á að nýr starfshópur komist að annarri niðurstöðu og þvíþurfi að skoða Hvassahraun til hlítar. „Að ekki sé talað um að ef hægt er að tengja betur innanlandsflug og millilandaflug eru auðvitað í því mikil sóknarfæri. Ekki síst fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni og innalandsflugið sjálft. Því þá eru fleiri farþegar sem myndu nýta sér það,“ segir borgarstjóri. Samkvæmt skipulagi á Reykjavíkurflugvöllur að fullu að vera horfinn úr Vatnsmýri árið 2024. „Við getum vonað að það sé verið að setja þetta í einhvern fastari farveg sem er þá vonandi ákvarðanatöku farvegur.“Reiknar þú með að ráðherra ræði þetta við þig á næstunni?„Við erum búnir að tala um þau og ræða að fara vel yfir þetta saman. Ég vona að það verði á uppbyggilegum nótum en ekki eihverju vopnaglamri okkar á milli,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira