Borgarstjóri vonar að vopnaglamri um Reykjavíkurflugvöll verði hætt Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2017 18:45 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri Reykjavíkur. Vísir/Valli/Pjetur Borgarstjóri vonar að framtíð flugvallar á höfuðborgarsvæðinu verði sett í ákvarðanatökuferli á uppbyggilegum nótum en ekki í eitthvert vopnaglamur milli hans og samgönguráðherra. Ráðherrann vill að byggð verði ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli strax á næsta ári og möguleikar kannaðir á áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði í Bítinu á Bylgunni í morgun að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýri á meðan ekki hafi verið ákveðið að byggja upp flugvöll annars staðar. Hins vegar sé núverandi aðstaða fyrir farþega og starfsfólk í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ekki boðleg og því nauðsynlegt að reisa nýja flugstöð strax á næsta ári. Hvað sem líður skoðunum fólks á framtíð Reykjavíkurflugvallar eru flestir þeir sem fara um flugstöðina á vellinum sammála um að aðstaðan þar er hvorki góð fyrir farþega né starfsfólk. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í sjálfu sér ekki illa í að aðstæður á flugvellinum verði bættar. Í samningi ríkis og borgar frá 2013 sé gert ráð fyrir að gera megi endurbætur á aðstöðu farþega. „Það er sérstaklega kveðið á um að Isavia þurfi þá að semja við Flugfélag Íslands sem á núverandi byggingar. Við hönnun og útfærslu verði þá tryggt að það sé auðvelt að færa viðkomandi byggingar ef til kemur og það verði gert Reykjavíkurborg að bótalausu,“ segir Dagur. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, sem áður hét Flugfélag Íslands, fagnar þeim áformum ráðherra að byggja nýja flugstöð í Reykjavík. Það sé orðið stöðugt kostnaðarsamara og erfiðara að viðhalda núverandi byggingu og því séþetta mikið fagnaðarefni fyrir félagið og farþega þess. Reiknað hefur verið með að ný bygging rýsi norðaustan við núverandi flugstöð. Samgönguráðherra ætlar að skipa nýjan starfshóp um framtíð flugvallar í Reykjavík þar sem einnig verði skoðaðir möguleikar á að hann verði áfram þar sem hann er, ef til vill í breyttri mynd. Borgarstjóri segir að fyrri nefndir hafa skoðað kosti við breyttan Reykjavíkurflugvöll og hann eigi ekki von á að nýr starfshópur komist að annarri niðurstöðu og þvíþurfi að skoða Hvassahraun til hlítar. „Að ekki sé talað um að ef hægt er að tengja betur innanlandsflug og millilandaflug eru auðvitað í því mikil sóknarfæri. Ekki síst fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni og innalandsflugið sjálft. Því þá eru fleiri farþegar sem myndu nýta sér það,“ segir borgarstjóri. Samkvæmt skipulagi á Reykjavíkurflugvöllur að fullu að vera horfinn úr Vatnsmýri árið 2024. „Við getum vonað að það sé verið að setja þetta í einhvern fastari farveg sem er þá vonandi ákvarðanatöku farvegur.“Reiknar þú með að ráðherra ræði þetta við þig á næstunni?„Við erum búnir að tala um þau og ræða að fara vel yfir þetta saman. Ég vona að það verði á uppbyggilegum nótum en ekki eihverju vopnaglamri okkar á milli,“ segir Dagur B. Eggertsson. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Borgarstjóri vonar að framtíð flugvallar á höfuðborgarsvæðinu verði sett í ákvarðanatökuferli á uppbyggilegum nótum en ekki í eitthvert vopnaglamur milli hans og samgönguráðherra. Ráðherrann vill að byggð verði ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli strax á næsta ári og möguleikar kannaðir á áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði í Bítinu á Bylgunni í morgun að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýri á meðan ekki hafi verið ákveðið að byggja upp flugvöll annars staðar. Hins vegar sé núverandi aðstaða fyrir farþega og starfsfólk í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ekki boðleg og því nauðsynlegt að reisa nýja flugstöð strax á næsta ári. Hvað sem líður skoðunum fólks á framtíð Reykjavíkurflugvallar eru flestir þeir sem fara um flugstöðina á vellinum sammála um að aðstaðan þar er hvorki góð fyrir farþega né starfsfólk. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í sjálfu sér ekki illa í að aðstæður á flugvellinum verði bættar. Í samningi ríkis og borgar frá 2013 sé gert ráð fyrir að gera megi endurbætur á aðstöðu farþega. „Það er sérstaklega kveðið á um að Isavia þurfi þá að semja við Flugfélag Íslands sem á núverandi byggingar. Við hönnun og útfærslu verði þá tryggt að það sé auðvelt að færa viðkomandi byggingar ef til kemur og það verði gert Reykjavíkurborg að bótalausu,“ segir Dagur. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, sem áður hét Flugfélag Íslands, fagnar þeim áformum ráðherra að byggja nýja flugstöð í Reykjavík. Það sé orðið stöðugt kostnaðarsamara og erfiðara að viðhalda núverandi byggingu og því séþetta mikið fagnaðarefni fyrir félagið og farþega þess. Reiknað hefur verið með að ný bygging rýsi norðaustan við núverandi flugstöð. Samgönguráðherra ætlar að skipa nýjan starfshóp um framtíð flugvallar í Reykjavík þar sem einnig verði skoðaðir möguleikar á að hann verði áfram þar sem hann er, ef til vill í breyttri mynd. Borgarstjóri segir að fyrri nefndir hafa skoðað kosti við breyttan Reykjavíkurflugvöll og hann eigi ekki von á að nýr starfshópur komist að annarri niðurstöðu og þvíþurfi að skoða Hvassahraun til hlítar. „Að ekki sé talað um að ef hægt er að tengja betur innanlandsflug og millilandaflug eru auðvitað í því mikil sóknarfæri. Ekki síst fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni og innalandsflugið sjálft. Því þá eru fleiri farþegar sem myndu nýta sér það,“ segir borgarstjóri. Samkvæmt skipulagi á Reykjavíkurflugvöllur að fullu að vera horfinn úr Vatnsmýri árið 2024. „Við getum vonað að það sé verið að setja þetta í einhvern fastari farveg sem er þá vonandi ákvarðanatöku farvegur.“Reiknar þú með að ráðherra ræði þetta við þig á næstunni?„Við erum búnir að tala um þau og ræða að fara vel yfir þetta saman. Ég vona að það verði á uppbyggilegum nótum en ekki eihverju vopnaglamri okkar á milli,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira