Innlent

Hætt við samgöngumiðstöð

Samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli var slegin út af borðinu á fundi borgarstjóra og samgönguráðherra síðdegis en í staðinn ákveðið að finna aðra leið til að bæta aðstöðu farþega þar til flugvöllurinn færi.

Nýir ráðamenn Reykjavíkurborgar mættu ekki til fundar við nýjan samgönguráðherra til að fylgja eftir stefnumörkun sem fimm fyrrverandi borgarstjórar og tveir fyrrverandi samgönguráðherrar hafa staðið að; að byggja samgöngumiðstöðina, sem ríki og borg hafa undirbúið saman í sex ár. Fulltrúar borgarinnar, með þá Jón Gnarr borgarstjóra og Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs, í broddi fylkingar, kúventu stefnu borgarinnar og sögðu nú engan vilja fyrir samgöngumiðstöð, enda væri verið að undirbúa brotthvarf flugvallarins, að sögn aðstoðarmanns borgarstjóra, Björns Blöndal.

Ögmundur Jónasson samgönguráðherra staðfestir að samgöngumiðstöðin sé nú út af borðinu. Samkomulag sé þó um að ná niðurstöðu um að bæta aðstöðu farþega innanlandsflugs enda sé ljóst að þrátt fyrir ágreining um framtíð flugvallarins verði hann þar næstu ár.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×