Skert aðgengi fatlaðra jaðri við mismunun og útilokun Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 15:00 Alls er óvíst hvort pláss sé fyrir þessa stuðningsmenn Liverpool í París á laugardagskvöld. Premier League Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sætir gagnrýni í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu, milli Liverpool og Real Madrid, sem fram fer í París á laugardag. Samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool segja úthlutun miða fyrir fatlaða einstaklinga jaðra við útilokun og mismunun. Úrslitaleikur liðanna fer fram á Stade de France í París á laugardagskvöld. Á vellinum, sem tekur 75 þúsund manns í sæti, eru sérstaklega frátekin svæði sem rúma 550 manns í hjólastól. Slík sértæk hjólastólavæði eru á öllum stórum völlum í Evrópu. Athygli vekur að UEFA mun aðeins hleypa fólki að í 93 slík stæði á leik laugardagsins. Liðin tvö geta útdeilt 38 stæðum hvort til sinna stuðningsmanna, alls 76, og hin 17 úthlutuð fólki sem ekki er beintengt félögunum. Ekki fylgir sögunni í hvað þau 457 stæði sem eftir standa verða nýtt eða hvers vegna UEFA hindri aðgengi fatlaðs fólks að leiknum með þessum hætti. LSDA, samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool, gagnrýna sambandið í tilkynningu þar sem segir að úthlutun UEFA „jaðri við útilokun og mismunun“. Þá hefur aktívistahópurinn Level Playing Field sent UEFA skeyti og krafist skýringa. „Við erum mjög reið yfir þessu,“ segir Ted Morris, stjórnarmaður í LSDA, sem segist sjálfur fara á leikinn með trega vegna ástandsins. „Þetta er ekki sanngjarnt þegar stæðin eru til staðar. Þetta er bara rangt“. „Ég vil óska eftir því að UEFA útskýri undir hvað þau verða notuð. Þetta hefur áhrif á bæði lið.“ sagði Morris sem tók jafnframt fram að Liverpool hefði gert allt í sínu valdi til að bæta ástandið en talað fyrir daufum eyrum stjórnarmanna sambandsins. Enska félagið hafði upprunalega samband fyrir þremur vikum vegna málsins, en ólíklegt verður að þykja að fjöldanum verði breytt úr þessu. UEFA svaraði fyrir málið í tilkynningu þar sem bent er á að sambandið hafi haft skamman tíma til að undirbúnings. Úrslitaleikurinn átti að fara fram í Pétursborg í Rússlandi en hann færður til Frakklands eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar. „Fyrir viðburð af þessari stærðargráðu myndi UEFA undir venjulegum kringumstæðum stefna að fleiri stæðum fyrir fólk í hjólastólum, en vegna skipulagstakmarkana og skamms tíma til undirbúnings, var það ekki mögulegt,“ segir í yfirlýsingu UEFA um málið þar sem ekki er tekið fram undir hvað lausu stæðin verði notuð eða hvers kyns skipulagsörðugleikar hafi valdið þessari skerðingu. Búist er við fullum 75 þúsund manna velli á leiknum á laugardag. Hvoru liði um sig var úthlutað tæplega 20 þúsund miðum til að dreifa til sinna stuðningsmanna og þá fóru 12 þúsund miðar í almenna sölu. Eftir standa 23 þúsund miðar sem fara til starfsfólks UEFA, styrktaraðila og fyrirmenna. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Úrslitaleikur liðanna fer fram á Stade de France í París á laugardagskvöld. Á vellinum, sem tekur 75 þúsund manns í sæti, eru sérstaklega frátekin svæði sem rúma 550 manns í hjólastól. Slík sértæk hjólastólavæði eru á öllum stórum völlum í Evrópu. Athygli vekur að UEFA mun aðeins hleypa fólki að í 93 slík stæði á leik laugardagsins. Liðin tvö geta útdeilt 38 stæðum hvort til sinna stuðningsmanna, alls 76, og hin 17 úthlutuð fólki sem ekki er beintengt félögunum. Ekki fylgir sögunni í hvað þau 457 stæði sem eftir standa verða nýtt eða hvers vegna UEFA hindri aðgengi fatlaðs fólks að leiknum með þessum hætti. LSDA, samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool, gagnrýna sambandið í tilkynningu þar sem segir að úthlutun UEFA „jaðri við útilokun og mismunun“. Þá hefur aktívistahópurinn Level Playing Field sent UEFA skeyti og krafist skýringa. „Við erum mjög reið yfir þessu,“ segir Ted Morris, stjórnarmaður í LSDA, sem segist sjálfur fara á leikinn með trega vegna ástandsins. „Þetta er ekki sanngjarnt þegar stæðin eru til staðar. Þetta er bara rangt“. „Ég vil óska eftir því að UEFA útskýri undir hvað þau verða notuð. Þetta hefur áhrif á bæði lið.“ sagði Morris sem tók jafnframt fram að Liverpool hefði gert allt í sínu valdi til að bæta ástandið en talað fyrir daufum eyrum stjórnarmanna sambandsins. Enska félagið hafði upprunalega samband fyrir þremur vikum vegna málsins, en ólíklegt verður að þykja að fjöldanum verði breytt úr þessu. UEFA svaraði fyrir málið í tilkynningu þar sem bent er á að sambandið hafi haft skamman tíma til að undirbúnings. Úrslitaleikurinn átti að fara fram í Pétursborg í Rússlandi en hann færður til Frakklands eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar. „Fyrir viðburð af þessari stærðargráðu myndi UEFA undir venjulegum kringumstæðum stefna að fleiri stæðum fyrir fólk í hjólastólum, en vegna skipulagstakmarkana og skamms tíma til undirbúnings, var það ekki mögulegt,“ segir í yfirlýsingu UEFA um málið þar sem ekki er tekið fram undir hvað lausu stæðin verði notuð eða hvers kyns skipulagsörðugleikar hafi valdið þessari skerðingu. Búist er við fullum 75 þúsund manna velli á leiknum á laugardag. Hvoru liði um sig var úthlutað tæplega 20 þúsund miðum til að dreifa til sinna stuðningsmanna og þá fóru 12 þúsund miðar í almenna sölu. Eftir standa 23 þúsund miðar sem fara til starfsfólks UEFA, styrktaraðila og fyrirmenna.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu