Ríkisstjórnarsamstarfið ekki mikilvægara en mannúð Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2022 20:00 Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður UVG. VÍSIR/SIGURJÓN Formaður Ungra vinstri grænna segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki mega trompa mannúð. Hún fagnar gagnrýni félagsmálaráðherra á framgöngu dómsmálaráðherra í brottvísanamálum - en ummæli hans komi of seint. Þá sé forsætisráðherra ekki nógu afdráttarlaus. Í umræðu um brottvísanamál síðustu daga hefur félagshyggjuflokkurinn Vinstri græn einkum sætt gagnrýni, þar má nú síðast nefna séra Davíð Þór Jónsson sem hlaut formlegt tiltal frá biskupi fyrir að segja sérstakan stað í helvíti fyrir stjórnarliða flokksins. En það dró til tíðinda í gær þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, sagðist beinlínis óánægður með framgöngu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í málinu. Þá hefði ekki verið samstaða um málið innan ríkisstjórnarinnar. Sigrún Birna Steinarsdóttir formaður Ungra vinstri grænna tekur heilshugar undir með Guðmundi Inga. Yfirlýsingar hans í gær séu í takt við stefnu flokksins í útlendingamálum. „Það var mikið ákall og mikið rætt innan grasrótarinnar og kallað eftir því að forystufólk flokksins kæmi fram og gerði grein fyrir okkar stefnu og okkar skoðun. Og gerði grein fyrir þessum málum og talaði fyrir þeim, bæði innan borðs ríkisstjórnarinnar sem og við fjölmiðla.“ Finnst þér þetta koma of seint? „Já, þetta er það. En betra seint en aldrei.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki jafnharðorð og Guðmundur Ingi í morgun. Finnst þér eitthvað vanta upp á hjá henni? „Já, hún mætti vera afdráttarlausari. En ég skil vel að það þurfi að hafa hörð tök við borðið. Og ég treysti því að þau séu við ríkisstjórnarborðið að segja sína skoðun þar.“ Sigrún segir að borið hafi á óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum innan ungliðahreyfingarinnar. Hreyfingin ítreki að ríkisstjórnarsamtarfið sé ekki mikilvægara en mannúð. Hælisleitendur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Í umræðu um brottvísanamál síðustu daga hefur félagshyggjuflokkurinn Vinstri græn einkum sætt gagnrýni, þar má nú síðast nefna séra Davíð Þór Jónsson sem hlaut formlegt tiltal frá biskupi fyrir að segja sérstakan stað í helvíti fyrir stjórnarliða flokksins. En það dró til tíðinda í gær þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, sagðist beinlínis óánægður með framgöngu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í málinu. Þá hefði ekki verið samstaða um málið innan ríkisstjórnarinnar. Sigrún Birna Steinarsdóttir formaður Ungra vinstri grænna tekur heilshugar undir með Guðmundi Inga. Yfirlýsingar hans í gær séu í takt við stefnu flokksins í útlendingamálum. „Það var mikið ákall og mikið rætt innan grasrótarinnar og kallað eftir því að forystufólk flokksins kæmi fram og gerði grein fyrir okkar stefnu og okkar skoðun. Og gerði grein fyrir þessum málum og talaði fyrir þeim, bæði innan borðs ríkisstjórnarinnar sem og við fjölmiðla.“ Finnst þér þetta koma of seint? „Já, þetta er það. En betra seint en aldrei.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki jafnharðorð og Guðmundur Ingi í morgun. Finnst þér eitthvað vanta upp á hjá henni? „Já, hún mætti vera afdráttarlausari. En ég skil vel að það þurfi að hafa hörð tök við borðið. Og ég treysti því að þau séu við ríkisstjórnarborðið að segja sína skoðun þar.“ Sigrún segir að borið hafi á óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum innan ungliðahreyfingarinnar. Hreyfingin ítreki að ríkisstjórnarsamtarfið sé ekki mikilvægara en mannúð.
Hælisleitendur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira