Innlent

Hressar sjósundskonur í Stykkishólmi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Ásdís Árnadóttir, sjósundsgarpur og forsvarskona hópsins í Stykkishólmi.
Ásdís Árnadóttir, sjósundsgarpur og forsvarskona hópsins í Stykkishólmi. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þær kalla ekki allt ömmu sína hópur kvenna í Stykkishólmi, sem fer saman í sjósund nokkrum sinnum í viku. Næsta verkefni þeirra er að byggja upp saunabað við aðstöðuna sína.

Konurnar eru nú þegar komnar með útiklefa, sem þær nota til að gera sig klára áður en þær fara í sjóinn. Þar er fullt af skemmtilegum myndum af þeim . Næsta verkefni er að byggja saunabað á svæðinu en búið er að grafa fyrir klefanum. Konurnar eru á öllum aldri, sem stunda sjósundið, allar hressar og kátar. Félagsskapur þeirra heitir Flæði, Sjósundsfélag Stykkishólms.

„Þetta er bara hraustasta fólkið í Stykkishólmi komið saman og það skemmtilegasta. Við erum ótrúlega duglegar, þetta venst, maður vinnur sig upp í þoli. Svo líður okkur svo vel og það er svo gaman að hittast hér,“ segir Ásdís Árnadóttir, sjósundsgarpur og forsvarskona hópsins.

En hvar er karlpeningurinn í Stykkishólmi, af hverju er hann ekki líka í sjósundi?

„Hann er að bíða eftir karlaklefanum, þetta er bara konuklefinn, hann hlýtur að mæta þegar karlaklefinn kemur,“ segir Ásdís skellihlæjandi.

Það er mikil stemming í hópnum þegar farið er í sjósundið.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Krökkunum þykir ekki síður gaman að fara í sjósund eins og konunum.

„Það er svo skemmtilegt að synda í köldum sjónum og helst að synda langt ef við megum það,“ segja systkinin Sesselja og Guðmundur Elís Arnþórsbörn. Hún er 11 ára og hann 10 ára.

Sesselja og Guðmundur Elís, sem fá stundum að fara með í sjósundið.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.