Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2022 06:38 Fólk syrgir og biður fyrir utan grunnskólann í Uvalde í gær. AP/San Antonio Express/Billy Calzada Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. Samkvæmt lögregluyfirvöldum flúði Ramos þann vettvang á bifreið, sem hann ók að Robb-grunnskólanum í Uvalde, bæ um 130 kílómetra vestur af San Antonio. Lögregla varð vitni að því þegar Ramos klessti á við skólann og yfirgaf bifreiðina með riffil og skammbyssu. Ramos tókst að komast inn í skólabygginguna, þar sem hann skaut meðal annars kennarann Evu Mireles og nítján nemendur, áður en hann var sjálfur skotinn til bana af lögreglu. Greint hefur verið frá því að Ramos hafi haft að minnsta kosti tvo riffla með sér og þá virðist hann hafa rætt um mögulega árás á netinu áður en hann lét til skarar skríða. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna og fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóðina í gær og hvatt landsmenn til að mótmæla hinum gríðarlega öfluga skotvopnaiðnað, sem hann sakaði um að hafa komið í veg fyrir herðingu laga um byssueign. Forsetinn ræddi um að banna árásarvopn og taka upp skotvopnalöggjöf byggða á „almennri skynsemi“. I m addressing the nation on the horrific elementary school shooting in Uvalde, Texas. https://t.co/8WI1nWHu6R— President Biden (@POTUS) May 25, 2022 Bara á þessu ári hafa 27 skotárásir átt sér stað í skólum í Bandaríkjunum. Þá er aðeins um vika síðan tíu voru skotnir til bana í matvörumarkaði í Buffalo í New York og einn myrtur og fimm særðir í árás á kirkju í Kaliforníu. „Ég er reiður og þreyttur,“ sagði Biden. „Við verðum að grípa til aðgerða og ekki segja mér að við getum ekkert gert til að hafa áhrif á þetta blóðbað,“ sagði forsetinn. Hann minnti einnig á þá sem hefðu lifað árásina; börnin sem hefðu horft á vini sína drepna eins og á vígvellinum. „Þau muni lifa með þessu það sem eftir er,“ sagði Biden. „Að missa barn er eins og að sálin sé rifin úr þér. Það er tómarúm í brjóstinu og þér líður eins og það sé verið að draga þig inn í það og að þú munir aldrei sleppa.“ Þess bera að geta að Biden missti dóttur sína unga í bílslysi og fullorðinn son sinn úr krabbameini. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Samkvæmt lögregluyfirvöldum flúði Ramos þann vettvang á bifreið, sem hann ók að Robb-grunnskólanum í Uvalde, bæ um 130 kílómetra vestur af San Antonio. Lögregla varð vitni að því þegar Ramos klessti á við skólann og yfirgaf bifreiðina með riffil og skammbyssu. Ramos tókst að komast inn í skólabygginguna, þar sem hann skaut meðal annars kennarann Evu Mireles og nítján nemendur, áður en hann var sjálfur skotinn til bana af lögreglu. Greint hefur verið frá því að Ramos hafi haft að minnsta kosti tvo riffla með sér og þá virðist hann hafa rætt um mögulega árás á netinu áður en hann lét til skarar skríða. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna og fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóðina í gær og hvatt landsmenn til að mótmæla hinum gríðarlega öfluga skotvopnaiðnað, sem hann sakaði um að hafa komið í veg fyrir herðingu laga um byssueign. Forsetinn ræddi um að banna árásarvopn og taka upp skotvopnalöggjöf byggða á „almennri skynsemi“. I m addressing the nation on the horrific elementary school shooting in Uvalde, Texas. https://t.co/8WI1nWHu6R— President Biden (@POTUS) May 25, 2022 Bara á þessu ári hafa 27 skotárásir átt sér stað í skólum í Bandaríkjunum. Þá er aðeins um vika síðan tíu voru skotnir til bana í matvörumarkaði í Buffalo í New York og einn myrtur og fimm særðir í árás á kirkju í Kaliforníu. „Ég er reiður og þreyttur,“ sagði Biden. „Við verðum að grípa til aðgerða og ekki segja mér að við getum ekkert gert til að hafa áhrif á þetta blóðbað,“ sagði forsetinn. Hann minnti einnig á þá sem hefðu lifað árásina; börnin sem hefðu horft á vini sína drepna eins og á vígvellinum. „Þau muni lifa með þessu það sem eftir er,“ sagði Biden. „Að missa barn er eins og að sálin sé rifin úr þér. Það er tómarúm í brjóstinu og þér líður eins og það sé verið að draga þig inn í það og að þú munir aldrei sleppa.“ Þess bera að geta að Biden missti dóttur sína unga í bílslysi og fullorðinn son sinn úr krabbameini.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27
Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01