Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin samþykkir yfirtöku Boehly á Chelsea

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Todd Boehly er forsprakki hópsins sem er að kaupa Chelsea.
Todd Boehly er forsprakki hópsins sem er að kaupa Chelsea. Robin Jones/Getty Images

Enska úrvalsdeildin hefur samþykkt kauptilboð hóps sem leiddur er af fjárfestinum Todd Boehly, meðeiganda hafnaboltaliðsins Los Angeles Dodgers, á enska knattspyrnufélaginu Chelsea.

Hópurinn greiðir 4.25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarðar íslenskra króna fyrir félagið, en enska úrvalsdeildin hefur nú gefið grænt ljós á að hópurinn kaupi félagið.

Chelsea var sett á sölu eftir að eigur eiganda félagsins, Roman Abramovich, voru frystar vegna tengsla hans við Vladimir Putin Rússlandsforseta.

Kaupin á félaginu eru þó ekki enn alveg gengin í gegn, en þau eru enn háð því að ríkið gefi út tilskilið söluleyfi.


Tengdar fréttir

Chelsea búið að samþykkja nýja eigendur

Búið er að ná samkomulagi um nýtt eignarhald á enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea eftir að félagið var tekið af fyrrum eiganda þess, Rússanum Roman Abramovich í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×