Innlent

Ólöf tekur við stöðu fram­kvæmda­stjóra hjúkrunar á Reykja­lundi

Atli Ísleifsson skrifar
Ólöf Árnadóttir.
Ólöf Árnadóttir. Aðsend

Ólöf Árnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjúkrunar á Reykjalundi. Hún tekur við starfinu af Láru Margréti Sigurðardóttur sem lét nýverið af störfum eftir rúmlega tuttugu ára starf.

Í tilkynningu segir að Ólöf sé menntuð hjúkrunarfræðingur og hafi einnig MS gráðu í stjórnun í heilbrigðisþjónustu.

„Hún hefur víðtæka starfsreynslu frá störfum sínum á Norðurlöndum og hér heima og langa reynslu af hjúkrunarstjórnun, aðallega frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem hún hefur starfað undanfarin ár. Ólöf hefur í störfum sínum öðlast mikla reynslu af þverfaglegri samvinnu heilbrigðisstétta, innleiðingu nýrra kerfa, nýtingu mannauðs, endurskipulagningu eininga og daglegri stjórnun hjúkrunar. Hún hefur jafnframt yfirgripsmikla klíníska reynslu sem hjúkrunarfræðingur og lagt rækt við þau tengsl samhliða stjórnunarstörfum, bæði hérlendis og erlendis.

Ólöf kemur að fullu til starfa 1. júlí en mun þó strax í vikunni hefja störf að hluta,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×