Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2022 13:09 Eitthvað fór úrskeiðis við skipulagningu blaðamannafundarins. Vísir/Ragnar Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. Þegar fréttamenn mættu á svæðið kom framkvæmdastjóri Grósku þó af fjöllum og sagði ekkert leyfi hafa verið gefið fyrir fundinum. Þegar Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður hitti á Veru Antonsdóttur framkvæmdastjóra sagði hún að vanalega færu ekki fram pólitískir viðburðir í húsinu. Þrátt fyrir mótbárur framkvæmdastjórans fór blaðamannafundur flokkanna fram á auglýstum stað. Dagur B. Eggertsson, sitjandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingar, segir að óskað hafi verið eftir leyfi en það greinilega eitthvað misfarist. Hringdi í rangan aðila „Ég skal bara taka þetta á mig og biðja framkvæmdastjóra Grósku afsökunar. Við leituðum til framkvæmdastjóra Vísindagarða og héldum að við værum að fara rétta boðleið og töldum okkur vera með fullt leyfi,“ sagði Dagur undir lok blaðamannafundarins en Gróska tilheyrir svæði Vísindagarða Háskóla Íslands. Gróðurveggurinn í Grósku vakti athygli.Vísir/Ragnar „Það er dásamlegt að fá að vera hérna fyrir framan þennan græna og fallega vegg hér í þessu húsi sem er auðvitað miðstöð íslenskrar og reykvískrar nýsköpunar. Það eru ótrúlega margir spennandi hlutir að gerast hérna, og þar á meðal þetta,“ bætti Dagur við og vísaði til meirihlutaviðræðnanna. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, greip boltann á lofti og lagði til að svæðið yrði gert að nokkurs konar almenningstorgi. „Er það ekki bara eitthvað sem við getum skoðað til lengri tíma, hvort allir geti ekki komið hingað og haldið blaðamannafundi?“ Borgarfulltrúar hafi nýlega farið í ferð til Helsinki í Finnlandi þar sem fólki standi til boða að halda alls konar fundi í ráðhúsi borgarinnar. „Ég bara fleyti því hérna út en svo er jú kannski um ákveðna pólitíska nýsköpun að ræða að einhverju leyti og tækifæri og grósku og breytingar og alls konar spennandi hlutir fram undan,“ bætti Dóra við. „Við skulum bara sjá hvort við náum saman áður en við verðum svona spennt fyrir því,“ skaut Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, þá inn í og uppskar hlátur borgarfulltrúa áður en hann sleit blaðamannafundinum. Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir meirihluta BSPC í borginni Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni boðaði til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. 24. maí 2022 11:59 Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Þegar fréttamenn mættu á svæðið kom framkvæmdastjóri Grósku þó af fjöllum og sagði ekkert leyfi hafa verið gefið fyrir fundinum. Þegar Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður hitti á Veru Antonsdóttur framkvæmdastjóra sagði hún að vanalega færu ekki fram pólitískir viðburðir í húsinu. Þrátt fyrir mótbárur framkvæmdastjórans fór blaðamannafundur flokkanna fram á auglýstum stað. Dagur B. Eggertsson, sitjandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingar, segir að óskað hafi verið eftir leyfi en það greinilega eitthvað misfarist. Hringdi í rangan aðila „Ég skal bara taka þetta á mig og biðja framkvæmdastjóra Grósku afsökunar. Við leituðum til framkvæmdastjóra Vísindagarða og héldum að við værum að fara rétta boðleið og töldum okkur vera með fullt leyfi,“ sagði Dagur undir lok blaðamannafundarins en Gróska tilheyrir svæði Vísindagarða Háskóla Íslands. Gróðurveggurinn í Grósku vakti athygli.Vísir/Ragnar „Það er dásamlegt að fá að vera hérna fyrir framan þennan græna og fallega vegg hér í þessu húsi sem er auðvitað miðstöð íslenskrar og reykvískrar nýsköpunar. Það eru ótrúlega margir spennandi hlutir að gerast hérna, og þar á meðal þetta,“ bætti Dagur við og vísaði til meirihlutaviðræðnanna. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, greip boltann á lofti og lagði til að svæðið yrði gert að nokkurs konar almenningstorgi. „Er það ekki bara eitthvað sem við getum skoðað til lengri tíma, hvort allir geti ekki komið hingað og haldið blaðamannafundi?“ Borgarfulltrúar hafi nýlega farið í ferð til Helsinki í Finnlandi þar sem fólki standi til boða að halda alls konar fundi í ráðhúsi borgarinnar. „Ég bara fleyti því hérna út en svo er jú kannski um ákveðna pólitíska nýsköpun að ræða að einhverju leyti og tækifæri og grósku og breytingar og alls konar spennandi hlutir fram undan,“ bætti Dóra við. „Við skulum bara sjá hvort við náum saman áður en við verðum svona spennt fyrir því,“ skaut Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, þá inn í og uppskar hlátur borgarfulltrúa áður en hann sleit blaðamannafundinum.
Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir meirihluta BSPC í borginni Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni boðaði til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. 24. maí 2022 11:59 Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir meirihluta BSPC í borginni Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni boðaði til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. 24. maí 2022 11:59
Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent