Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2022 13:09 Eitthvað fór úrskeiðis við skipulagningu blaðamannafundarins. Vísir/Ragnar Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. Þegar fréttamenn mættu á svæðið kom framkvæmdastjóri Grósku þó af fjöllum og sagði ekkert leyfi hafa verið gefið fyrir fundinum. Þegar Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður hitti á Veru Antonsdóttur framkvæmdastjóra sagði hún að vanalega færu ekki fram pólitískir viðburðir í húsinu. Þrátt fyrir mótbárur framkvæmdastjórans fór blaðamannafundur flokkanna fram á auglýstum stað. Dagur B. Eggertsson, sitjandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingar, segir að óskað hafi verið eftir leyfi en það greinilega eitthvað misfarist. Hringdi í rangan aðila „Ég skal bara taka þetta á mig og biðja framkvæmdastjóra Grósku afsökunar. Við leituðum til framkvæmdastjóra Vísindagarða og héldum að við værum að fara rétta boðleið og töldum okkur vera með fullt leyfi,“ sagði Dagur undir lok blaðamannafundarins en Gróska tilheyrir svæði Vísindagarða Háskóla Íslands. Gróðurveggurinn í Grósku vakti athygli.Vísir/Ragnar „Það er dásamlegt að fá að vera hérna fyrir framan þennan græna og fallega vegg hér í þessu húsi sem er auðvitað miðstöð íslenskrar og reykvískrar nýsköpunar. Það eru ótrúlega margir spennandi hlutir að gerast hérna, og þar á meðal þetta,“ bætti Dagur við og vísaði til meirihlutaviðræðnanna. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, greip boltann á lofti og lagði til að svæðið yrði gert að nokkurs konar almenningstorgi. „Er það ekki bara eitthvað sem við getum skoðað til lengri tíma, hvort allir geti ekki komið hingað og haldið blaðamannafundi?“ Borgarfulltrúar hafi nýlega farið í ferð til Helsinki í Finnlandi þar sem fólki standi til boða að halda alls konar fundi í ráðhúsi borgarinnar. „Ég bara fleyti því hérna út en svo er jú kannski um ákveðna pólitíska nýsköpun að ræða að einhverju leyti og tækifæri og grósku og breytingar og alls konar spennandi hlutir fram undan,“ bætti Dóra við. „Við skulum bara sjá hvort við náum saman áður en við verðum svona spennt fyrir því,“ skaut Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, þá inn í og uppskar hlátur borgarfulltrúa áður en hann sleit blaðamannafundinum. Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir meirihluta BSPC í borginni Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni boðaði til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. 24. maí 2022 11:59 Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Þegar fréttamenn mættu á svæðið kom framkvæmdastjóri Grósku þó af fjöllum og sagði ekkert leyfi hafa verið gefið fyrir fundinum. Þegar Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður hitti á Veru Antonsdóttur framkvæmdastjóra sagði hún að vanalega færu ekki fram pólitískir viðburðir í húsinu. Þrátt fyrir mótbárur framkvæmdastjórans fór blaðamannafundur flokkanna fram á auglýstum stað. Dagur B. Eggertsson, sitjandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingar, segir að óskað hafi verið eftir leyfi en það greinilega eitthvað misfarist. Hringdi í rangan aðila „Ég skal bara taka þetta á mig og biðja framkvæmdastjóra Grósku afsökunar. Við leituðum til framkvæmdastjóra Vísindagarða og héldum að við værum að fara rétta boðleið og töldum okkur vera með fullt leyfi,“ sagði Dagur undir lok blaðamannafundarins en Gróska tilheyrir svæði Vísindagarða Háskóla Íslands. Gróðurveggurinn í Grósku vakti athygli.Vísir/Ragnar „Það er dásamlegt að fá að vera hérna fyrir framan þennan græna og fallega vegg hér í þessu húsi sem er auðvitað miðstöð íslenskrar og reykvískrar nýsköpunar. Það eru ótrúlega margir spennandi hlutir að gerast hérna, og þar á meðal þetta,“ bætti Dagur við og vísaði til meirihlutaviðræðnanna. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, greip boltann á lofti og lagði til að svæðið yrði gert að nokkurs konar almenningstorgi. „Er það ekki bara eitthvað sem við getum skoðað til lengri tíma, hvort allir geti ekki komið hingað og haldið blaðamannafundi?“ Borgarfulltrúar hafi nýlega farið í ferð til Helsinki í Finnlandi þar sem fólki standi til boða að halda alls konar fundi í ráðhúsi borgarinnar. „Ég bara fleyti því hérna út en svo er jú kannski um ákveðna pólitíska nýsköpun að ræða að einhverju leyti og tækifæri og grósku og breytingar og alls konar spennandi hlutir fram undan,“ bætti Dóra við. „Við skulum bara sjá hvort við náum saman áður en við verðum svona spennt fyrir því,“ skaut Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, þá inn í og uppskar hlátur borgarfulltrúa áður en hann sleit blaðamannafundinum.
Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir meirihluta BSPC í borginni Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni boðaði til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. 24. maí 2022 11:59 Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir meirihluta BSPC í borginni Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni boðaði til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. 24. maí 2022 11:59
Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06