Fótbolti

Mbappé ræddi við Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eftir nokkurra mánaða óvissu gerði Kylian Mbappé nýjan samning við Paris Saint-Germain.
Eftir nokkurra mánaða óvissu gerði Kylian Mbappé nýjan samning við Paris Saint-Germain. getty/Aurelien Meunier

Svo virðist sem fleiri lið en Real Madrid og Paris Saint-Germain hafi komið til greina hjá frönsku stórstjörnunni Kylian Mbappé. Hann ræddi nefnilega við Liverpool.

Mbappé skrifaði undir sannkallaðan risasamning við PSG um helgina. Gamli samningurinn átti að renna út í sumar og flestir bjuggust við því að hann færi á frjálsri sölu til Real Madrid. En Mbappé ákvað að halda kyrru fyrir í París og fær ríkulega borgað fyrir það.

Mbappé var þó ekki bara í sambandi við Real Madrid og PSG heldur einnig Liverpool.

„Við töluðum aðeins saman en ekki mikið,“ sagði Mbappé. Hann ræddi einnig við Liverpool 2017, sama ár og hann fór frá Monaco til PSG.

„Ég talaði við Liverpool því það er uppáhalds félag mömmu minnar. Hún elskar Liverpool. Ég veit ekki af hverju. Þú verður að spyrja hana. Þetta er gott félag og við hittum forráðamenn þess í Monaco fyrir fimm árum. Þetta er stórt félag.“

Mbappé er nú samningsbundinn PSG til 2025. Talið er að nýi samningurinn færi honum 650 þúsund pund í vikulaun.

Þrátt fyrir að hafa bara spilað með PSG í fimm ár er Mbappé annar markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 171 mark. Hann vantar nítján mörk til að ná Edinson Cavani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×