Bíða eftir ákvörðun dómsmálaráðherra um framtíð bálfara: „Það á ekki að þröngva fólki einhverja eina leið“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. maí 2022 22:38 Sigríður Bylgja fundaði með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra fyrir rúmri viku síðan. Hún á von á ákvörðun von bráðar. Mynd/Aðsend Tré lífsins vill byggja nýja bálstofu hér á landi sem er óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum en undanfarin 74 ár hafa Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) rekið einu bálstofu landsins. Stofnandi Trés lífsins vonast eftir ákvörðun frá dómsmálaráðherra á næstunni en hún segir mikilvægt að bjóða upp á fleiri valmöguleika við lífslok. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir er stofnandi Tré lífsins en um er að ræða frumkvöðlaverkefni sem hún byrjaði að vinna að fyrir um sjö árum og hefur frá þeim tíma barist fyrir því að verkefnið verði að raunveruleika. Um er að ræða samfélagslega nýsköpun sem lítur heildrænt á áskoranir í þessum málaflokki og býður lausn við þeim að sögn Sigríðar. Nú er kominn tími til að ræða hlutina af alvöru þar sem bálstofan í Fossvogi er úr sér gengin. „Það er bara mjög eðlilegt að þessi þjónusta færist frá trúar- og lífsskoðunarfélagi yfir til óháðs aðila því það er í takt við fjölbreytileika samfélagsins okkar í dag og hvernig það mun þróast til framtíðar,“ segir Sigríður en þau áttu sinn fyrsta fund með dómsmálaráðuneytinu árið 2020 og hafa flakkað um í kerfinu frá þeim tíma. „Það hefur engin beðið um leyfi til að byggja bálstofu undanfarin 74 ár þannig þessi beiðni okkar hefur komið kannski svolítið flatt upp á kerfið og þá er ekki skrýtið að það hafi tekið langan tíma að fá svör,“ segir Sigríður. Rætt var við Sigríði Bylgju og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í desember 2019 um verkefnið en hægt er að horfa á innslagið hér fyrir neðan. Tímabært að taka ákvörðun til framtíðar Stjórnarmeðlimir Trés lífsins funduðu þó með dómsmálaráðherra fyrir rúmri viku til að ræða stöðu mála og á næstunni er von á niðurstöðum úr úttekt sem framkvæmd var af óháðum aðila á starfsemi Trés lífsins og Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Bálstofan í Fossvogi fékk í fyrra starfsleyfi til fjögurra ára en í leyfinu kemur fram að skila þurfi áætlun til heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík innan árs um hvernig eigi að innleiða mengunarvarnir. Sá tímafrestur rennur út eftir tæplega mánuð, þann 11. júní, en ljóst er að ekki er hægt að innleiða mengunarvarnir við ofnana sem notaðir eru á bálstofunni sem nú er starfrækt í Fossvogi. „Þetta er virkilega stór spurning sem þarf að svara, það er verið að taka ákvörðun til næstu áratuga og þetta er ákveðin stefnumótun í bálfaramálum, hvernig við sem samfélag viljum hafa þetta,“ segir hún enn fremur aðspurð um væntanlega ákvörðun dómsmálaráðherra. „Viljum við hafa þetta óháð, rekið af aðilum sem eru ekki trúar eða lífsskoðunarfélag, eða viljum við að kirkjugarðarnir reki þetta, þrátt fyrir að hafa ekki lögbundið hlutverk til þess,“ segir Sigríður. Hún bendir enn fremur á rekstrarvanda kirkjugarðanna og hvernig það væri góð lausn við þeim vanda að Tré lífsins myndi taka við þessari þjónustu. Þriðji valmöguleikin væri að fara með þjónustuna á opinn markað en Sigríður telur það ekki skynsamlegt. Um sé að ræða þjónustu sem eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri heldur eigi að veita grunnþjónustu um allt land. Skynsamlegast sé að sjálfseignarstofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni taki við. Grunnurinn að fólk fái að velja „Fólk hefur í raun ekkert um þetta að segja í dag af því það eru engir aðrir valmöguleikar þegar bálför er valin. Þegar við höfum verið að segja frá Tré lífsins er fólk virkilega spennt fyrir því,“ segir Sigríður en líkt og nafnið gefur til kynna bjóða þau meðal annars upp á að gróðursetja tré ásamt ösku hins látna. „Áherslan hjá okkur er sú að einstaklingurinn og ástvinir eiga að fá að velja, það á ekki að þröngva fólki einhverja eina leið. Þannig að gróðursetning á tré í minningargarði er bara annar valmöguleiki til viðbótar við þá sem nú þegar eru í boði,“ segir Sigríður. Stefna Trés lífsins er að setja upp einn ofn í húsnæði þeirra sem byggt verður í Garðabæ og bæta síðan öðrum við. „Ofninn okkar mun anna þeirri eftirspurn sem er fyrirséð næstu áratugina og húsnæðið okkar verður líka byggt þannig að það verði auðvelt að skipta honum út fyrir stærri ofn,“ segir Sigríður. Þá er stefnt á að skipta húsinu í tvo hluta þannig að í einum hluta verði kveðjurými og bálstofa og í öðrum hluta verður athafnarými þar sem hver sem er getur haldið hvers kyns athöfn, óháð því hvaða trúar- eða lífsskoðunarfélagi þau tilheyra. „Tré lífsins vill taka við þjónustu við bálfarir á Íslandi en okkur þykir eðlilegt að slík þjónusta sé veitt af félagi sem er óháð trúarbrögðum, í óháðu rými og tekur tillit til fjölbreytileika samfélagsins,“ segir Sigríður. Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir er stofnandi Tré lífsins en um er að ræða frumkvöðlaverkefni sem hún byrjaði að vinna að fyrir um sjö árum og hefur frá þeim tíma barist fyrir því að verkefnið verði að raunveruleika. Um er að ræða samfélagslega nýsköpun sem lítur heildrænt á áskoranir í þessum málaflokki og býður lausn við þeim að sögn Sigríðar. Nú er kominn tími til að ræða hlutina af alvöru þar sem bálstofan í Fossvogi er úr sér gengin. „Það er bara mjög eðlilegt að þessi þjónusta færist frá trúar- og lífsskoðunarfélagi yfir til óháðs aðila því það er í takt við fjölbreytileika samfélagsins okkar í dag og hvernig það mun þróast til framtíðar,“ segir Sigríður en þau áttu sinn fyrsta fund með dómsmálaráðuneytinu árið 2020 og hafa flakkað um í kerfinu frá þeim tíma. „Það hefur engin beðið um leyfi til að byggja bálstofu undanfarin 74 ár þannig þessi beiðni okkar hefur komið kannski svolítið flatt upp á kerfið og þá er ekki skrýtið að það hafi tekið langan tíma að fá svör,“ segir Sigríður. Rætt var við Sigríði Bylgju og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í desember 2019 um verkefnið en hægt er að horfa á innslagið hér fyrir neðan. Tímabært að taka ákvörðun til framtíðar Stjórnarmeðlimir Trés lífsins funduðu þó með dómsmálaráðherra fyrir rúmri viku til að ræða stöðu mála og á næstunni er von á niðurstöðum úr úttekt sem framkvæmd var af óháðum aðila á starfsemi Trés lífsins og Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Bálstofan í Fossvogi fékk í fyrra starfsleyfi til fjögurra ára en í leyfinu kemur fram að skila þurfi áætlun til heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík innan árs um hvernig eigi að innleiða mengunarvarnir. Sá tímafrestur rennur út eftir tæplega mánuð, þann 11. júní, en ljóst er að ekki er hægt að innleiða mengunarvarnir við ofnana sem notaðir eru á bálstofunni sem nú er starfrækt í Fossvogi. „Þetta er virkilega stór spurning sem þarf að svara, það er verið að taka ákvörðun til næstu áratuga og þetta er ákveðin stefnumótun í bálfaramálum, hvernig við sem samfélag viljum hafa þetta,“ segir hún enn fremur aðspurð um væntanlega ákvörðun dómsmálaráðherra. „Viljum við hafa þetta óháð, rekið af aðilum sem eru ekki trúar eða lífsskoðunarfélag, eða viljum við að kirkjugarðarnir reki þetta, þrátt fyrir að hafa ekki lögbundið hlutverk til þess,“ segir Sigríður. Hún bendir enn fremur á rekstrarvanda kirkjugarðanna og hvernig það væri góð lausn við þeim vanda að Tré lífsins myndi taka við þessari þjónustu. Þriðji valmöguleikin væri að fara með þjónustuna á opinn markað en Sigríður telur það ekki skynsamlegt. Um sé að ræða þjónustu sem eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri heldur eigi að veita grunnþjónustu um allt land. Skynsamlegast sé að sjálfseignarstofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni taki við. Grunnurinn að fólk fái að velja „Fólk hefur í raun ekkert um þetta að segja í dag af því það eru engir aðrir valmöguleikar þegar bálför er valin. Þegar við höfum verið að segja frá Tré lífsins er fólk virkilega spennt fyrir því,“ segir Sigríður en líkt og nafnið gefur til kynna bjóða þau meðal annars upp á að gróðursetja tré ásamt ösku hins látna. „Áherslan hjá okkur er sú að einstaklingurinn og ástvinir eiga að fá að velja, það á ekki að þröngva fólki einhverja eina leið. Þannig að gróðursetning á tré í minningargarði er bara annar valmöguleiki til viðbótar við þá sem nú þegar eru í boði,“ segir Sigríður. Stefna Trés lífsins er að setja upp einn ofn í húsnæði þeirra sem byggt verður í Garðabæ og bæta síðan öðrum við. „Ofninn okkar mun anna þeirri eftirspurn sem er fyrirséð næstu áratugina og húsnæðið okkar verður líka byggt þannig að það verði auðvelt að skipta honum út fyrir stærri ofn,“ segir Sigríður. Þá er stefnt á að skipta húsinu í tvo hluta þannig að í einum hluta verði kveðjurými og bálstofa og í öðrum hluta verður athafnarými þar sem hver sem er getur haldið hvers kyns athöfn, óháð því hvaða trúar- eða lífsskoðunarfélagi þau tilheyra. „Tré lífsins vill taka við þjónustu við bálfarir á Íslandi en okkur þykir eðlilegt að slík þjónusta sé veitt af félagi sem er óháð trúarbrögðum, í óháðu rými og tekur tillit til fjölbreytileika samfélagsins,“ segir Sigríður.
Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira