Hlutfall bálfara er komið í 43% á landsvísu hér á landi og um 54% af jarðsetningum hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma eru duftgrafir.
Samkvæmt bráðabirgðatölum miðlægu legstaðaskrárinnar, gardur.is, létust 2.303 einstaklingar búsettir á Íslandi á síðasta ári og auk þess voru líkamsleifar 84 einstaklinga, sem búsettir voru utan Íslands, fluttar til Íslands og grafnar hér. Bálfarir voru 996 talsins.
Bálförum hér á landi fjölgar hratt
