Fótbolti

Hólm­bert Aron og fé­lagar ó­sigraðir á toppnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hólmbert Aron Friðjónsson í leik með íslenska landsliðinu.
Hólmbert Aron Friðjónsson í leik með íslenska landsliðinu. vísir/Getty

Hólmbert Aron Friðjónsson lék tæpan hálftíma er Lilleström vann 4-1 útisigur á Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Heimamenn í Sandefjord komust yfir snemma leiks en gestirnir svöruðu með þremur mörkum áður en fyrri hálfleikur hafði runnið sitt skeið. Fyrstu tvö mörk gestanna hins vegar sjálfsmörk hjá Sandefjord.

Fjórða markið kom snemma í síðari hálfleik og skömmu síðar kom Hólmbert Aron inn af bekknum. Hann náði því miður ekki að setja mark sitt á leikinn og lauk honum með 4-1 sigri Lilleström.

Sigurinn þýðir að Lilleström er ósigrað á toppi deildarinnar þegar átta umferðir eru búnar. Liðið með 20 stig, stigi meira en Íslendingalið Viking sem er í 2. sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.