Fótbolti

Pogba búinn að ná samkomulagi við Juventus

Atli Arason skrifar
Paul Pogba spilaði 124 leiki með Juventus frá 2012 til 2016
Paul Pogba spilaði 124 leiki með Juventus frá 2012 til 2016 Getty Images

Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur náð samkomulagi við Juventus um að ganga til liðs við félagið í sumar samkvæmt fregnum frá Ítalíu.

Gazetta dello Sport, Sporitalia og fleiri ítalskir miðlar greina frá því að Pogba muni skrifa undir þriggja ára samning við Juventus sem færir Frakkanum a.m.k. 10 milljónir evra. Lögmaður Pogba mun hafa náð þessu samkomulagi við Ítalska félagið fyrir hönd miðjumannsins en lögmaðurinn sá um viðskiptin í kjölfar andláts Mino Raiola, umboðsmanns Pogba.

Samningur Pogba við Manchester United rennur út 30. júní næstkomandi og því mun hann ganga til liðs Juventus án þess að enska liðið fái nokkuð greitt fyrir leikmanninn. Manchester United keypti Pogba af Juventus árið 2016 fyrir 105 milljónir evra, eftir að Pogba hafði gengið til liðs við Juventus á frjálsri sölu frá Manchester United fjórum árum áður. Sagan er því að endurtaka sig.

Pogba á að hafa neitað hærri samningstilboðum frá Manchester United, Real Madrid, Paris Saint-Germain og Manchester City til að ganga til liðs við sína fyrrum liðsfélaga hjá Juventus.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.