Danskur karlmaður var í dag dæmdur til dauða í Nígeríu fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og barn þeirra. Sjö ár eru síðan dauðadómi var framfylgt í landinu.
DR greinir frá þessu. Maðurinn kæfði nígeríska eiginkonu sína og dóttur þeirra í apríl árið 2018 en hann hefur ávallt neitað sök. Danska utanríkisráðuneytið hefur varist allra fregna af málinu.
Það er ekki óalgengt að fólk sé dæmt til dauða í Nígeríu en langt er síðan dauðadómi var framfylgt í landinu eða um sjö ár. Þrjú þúsund fangar dvelja nú á dauðadeildum nígerískra fangelsa og bíða eftir aftöku.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira