Hrærður bæjarstjóri í Ölfusi lofar frambjóðendur í hástert Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2022 10:53 Máni og Elliði hafa sitthvora sýnina á því hvað megi lesa í þá ótrúlegu staðreynd að 2,5 prósent þjóðarinnar voru í framboði í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Meðan Elliði er nánast klökkur og lýsir því að af þessu megi merkja að eðli Íslendinga einkennist af fórnfýsi vill Máni meina að þetta lýsi ævintýralegri vitleysu. vísir/vilhelm/aðsend Um það bil 2,5 prósent þjóðarinnar voru í framboði um síðustu helgi. Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ánægður með niðurstöðu kosninganna og hann birtir pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann lýkur miklu lofsorði á frambjóðendur almennt. „Hrós vikunnar fá frambjóðendur allra framboða sem buðu fram seinustu helgi. Eðli málsins samkvæmt eru sumir þeirra afar sáttir núna á meðan aðrir eru ósáttir, jafnvel reiðir og í [vonandi] örfáum tilfellum bitrir.“ Svo hefst pistill Elliða en í nýafstöðunum sveitarstjórnarkosningum kom Sjálfstæðisflokkurinn einna best út einmitt í Ölfusi. Elliði var þar bæjarstjóri, búinn að pakka saman, taka til sitt hafurtask af bæjarstjóraskrifstofunni og beið örlaga sinna sem bæjarstjóraefni flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut svo hreinan meirihluta, hartnær 56 prósent atkvæða og Elliði gat sett upp fjölskyldumyndir á skrifstofunni aftur. Elliði nefnir að um 9,500 manns hafi verið í framboði ef óhlutbundnar kosningar eru taldar með – rúmlega þrjú þúsund í hefðbundnum listakosningum. Frambjóðandinn er hilluvara „Í mínum huga sýnir það betur en margt þá virðingu sem við Íslendingar berum fyrir þessum hluta lýðræðisins,“ segir Elliði, nánast hrærður. Elliði telur vert að þakka þeim sem vildu gefa á sér kost og tekur svo til við að lýsa fjálglega hvað í því felst að vera frambjóðandi: „Að vera frambjóðandi er ekki auðvelt. Það fylgir því mikil berskjöldun og álag. Við framboð lenda frambjóðendur undir sterkri smásjá samfélagsins. Allt í einu fer almenningur að skiptast í tvennt, sumir elska þig og öðrum líkar ekki við það sem þú hefur fram að færa. Í allt of mörgum tilvikum örlar á óvild, jafnvel hatri. Fólk fer að spá í hvernig þú ert sem persóna, hvernig þú klæðir þig, hvar þú ert, hvar þú ert ekki, hvað þú segir og hvað þú segir ekki. Frambjóðandinn er ekki persóna, hann er útstillingarvara. Hann er hilluvara. Frambjóðandinn er smakk sýnið sem er gefið á horni stórmarkaðar sem fólk ýmist smakkar á eða skyrpir út úr sér í allra augsýn.“ Takk kæru frambjóðendur Elliði segir ekki sjálfgefið að Íslendingar geti teflt svo mörgum fram ekki síst sé haft í huga hvernig almenningur svo kemur fram við þetta fólk. „Það er full ástæða til að þakka því fólki sem gefur kost á sér, vitandi hvað tekur við. Sérstaklega í ljósi þess að ef þeim tekst ætlunarverk sitt þá tekur við mikil vinna fyrir lág laun. Ábyrgð á málefnum sem það hefur ekki forsendur til að þekkja til. Þátttaka í ákvörðunum sem ekki eru ætíð fallnar til vinsælda.“ Máni sér hið gríðarmikla framboð á frambjóðendum ekki sömu augum og Elliði, heldur telur hann okkur sem þjóð komna út í ævintýralega vitleysu með okkar kosningablæti, sem reyndar útvatnar alla pólitík. Þetta eru frændur að kjósa frænkur sínar.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Bæjarstjórinn þakkar frambjóðendum kærlega fyrir óeigingjarnt framlag. „Og gangi ykkur sem allra best í þágu okkar hinna.“ Frænkur og frændur að kjósa sína Fráleitt eru þó allir á því að hið furðumikla framboð fólks í sveitarstjórnarkosningum, lýsi einskærri fórnfýsi. Reyndar þvert á móti: „1 af hverjum 58 Íslendingum er í framboði. Það hefur enginn þeirra neitt að segja og þeir eru í viðtali um ástina. Ég skil 100% alla sem nenna ekki að fara á kjörstað. Þetta er orðin ævintýraleg þvæla,“ segir Máni Pétursson sjónvarps- og umboðsmaður á Twitter. Máni var gestur í síðdegisútvarpi Rásar 2 ásamt Svavari Halldórssyni stjórnsýslufræðingi. En Svavar hefur lýst þeirri skoðun sinni að dræm kjörsókn sé áhyggjuefni; afar fáir atkvæði eru að baki hverjum frambjóðanda. Þar fylgdi Máni Twitter-færslu sinni eftir og sagði að atkvæðin mörg væru bara frá frændum og ættingjum. Máni taldi að það hljóti að vera einsdæmi á heimsvísu að svo hátt prósent þjóðar væri í framboði. Hann taldi engan mun á framboðunum og engar átakalínur í pólitík, þetta snerist allt um prívat- og sérhagsmuni, varla almannahag. Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ölfus Tengdar fréttir Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15. maí 2022 13:36 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
„Hrós vikunnar fá frambjóðendur allra framboða sem buðu fram seinustu helgi. Eðli málsins samkvæmt eru sumir þeirra afar sáttir núna á meðan aðrir eru ósáttir, jafnvel reiðir og í [vonandi] örfáum tilfellum bitrir.“ Svo hefst pistill Elliða en í nýafstöðunum sveitarstjórnarkosningum kom Sjálfstæðisflokkurinn einna best út einmitt í Ölfusi. Elliði var þar bæjarstjóri, búinn að pakka saman, taka til sitt hafurtask af bæjarstjóraskrifstofunni og beið örlaga sinna sem bæjarstjóraefni flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut svo hreinan meirihluta, hartnær 56 prósent atkvæða og Elliði gat sett upp fjölskyldumyndir á skrifstofunni aftur. Elliði nefnir að um 9,500 manns hafi verið í framboði ef óhlutbundnar kosningar eru taldar með – rúmlega þrjú þúsund í hefðbundnum listakosningum. Frambjóðandinn er hilluvara „Í mínum huga sýnir það betur en margt þá virðingu sem við Íslendingar berum fyrir þessum hluta lýðræðisins,“ segir Elliði, nánast hrærður. Elliði telur vert að þakka þeim sem vildu gefa á sér kost og tekur svo til við að lýsa fjálglega hvað í því felst að vera frambjóðandi: „Að vera frambjóðandi er ekki auðvelt. Það fylgir því mikil berskjöldun og álag. Við framboð lenda frambjóðendur undir sterkri smásjá samfélagsins. Allt í einu fer almenningur að skiptast í tvennt, sumir elska þig og öðrum líkar ekki við það sem þú hefur fram að færa. Í allt of mörgum tilvikum örlar á óvild, jafnvel hatri. Fólk fer að spá í hvernig þú ert sem persóna, hvernig þú klæðir þig, hvar þú ert, hvar þú ert ekki, hvað þú segir og hvað þú segir ekki. Frambjóðandinn er ekki persóna, hann er útstillingarvara. Hann er hilluvara. Frambjóðandinn er smakk sýnið sem er gefið á horni stórmarkaðar sem fólk ýmist smakkar á eða skyrpir út úr sér í allra augsýn.“ Takk kæru frambjóðendur Elliði segir ekki sjálfgefið að Íslendingar geti teflt svo mörgum fram ekki síst sé haft í huga hvernig almenningur svo kemur fram við þetta fólk. „Það er full ástæða til að þakka því fólki sem gefur kost á sér, vitandi hvað tekur við. Sérstaklega í ljósi þess að ef þeim tekst ætlunarverk sitt þá tekur við mikil vinna fyrir lág laun. Ábyrgð á málefnum sem það hefur ekki forsendur til að þekkja til. Þátttaka í ákvörðunum sem ekki eru ætíð fallnar til vinsælda.“ Máni sér hið gríðarmikla framboð á frambjóðendum ekki sömu augum og Elliði, heldur telur hann okkur sem þjóð komna út í ævintýralega vitleysu með okkar kosningablæti, sem reyndar útvatnar alla pólitík. Þetta eru frændur að kjósa frænkur sínar.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Bæjarstjórinn þakkar frambjóðendum kærlega fyrir óeigingjarnt framlag. „Og gangi ykkur sem allra best í þágu okkar hinna.“ Frænkur og frændur að kjósa sína Fráleitt eru þó allir á því að hið furðumikla framboð fólks í sveitarstjórnarkosningum, lýsi einskærri fórnfýsi. Reyndar þvert á móti: „1 af hverjum 58 Íslendingum er í framboði. Það hefur enginn þeirra neitt að segja og þeir eru í viðtali um ástina. Ég skil 100% alla sem nenna ekki að fara á kjörstað. Þetta er orðin ævintýraleg þvæla,“ segir Máni Pétursson sjónvarps- og umboðsmaður á Twitter. Máni var gestur í síðdegisútvarpi Rásar 2 ásamt Svavari Halldórssyni stjórnsýslufræðingi. En Svavar hefur lýst þeirri skoðun sinni að dræm kjörsókn sé áhyggjuefni; afar fáir atkvæði eru að baki hverjum frambjóðanda. Þar fylgdi Máni Twitter-færslu sinni eftir og sagði að atkvæðin mörg væru bara frá frændum og ættingjum. Máni taldi að það hljóti að vera einsdæmi á heimsvísu að svo hátt prósent þjóðar væri í framboði. Hann taldi engan mun á framboðunum og engar átakalínur í pólitík, þetta snerist allt um prívat- og sérhagsmuni, varla almannahag.
Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ölfus Tengdar fréttir Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15. maí 2022 13:36 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15. maí 2022 13:36