Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2022 13:36 Margrét Lilja segir verulegt áhyggjuefni hversu dræm kosningaþátttakan sé. Máni, auk Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins, sem hvatti fólk til að mæta ekki á kjörstað hljóti að teljast sigurvegari kosninganna. Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. „Við verðum að rýna í þetta. Hvað veldur því að 40 prósent kjósenda í Reykjavík sýna sig ekki á kjörstað?“ segir Margrét sem telur þetta helstu tíðindi nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. „Og Framsókn vann!“ segir Margrét sem telur það ekki endilega ótengt. Sé litið til slagorða Framsóknarmanna í tveimur síðustu kosningum þar sem í raun er verið að skírskota til þessa afstöðuleysis. Þetta er bara kjaftæði og ég tek ekki þátt Ýmsir hafa velt þessu fyrir sér. Meðal annarra Hrafn Jónsson pistlahöfundur með meiru en hann skrifar á Twittersíðu sína: „Mér sýnist stærsta krafan um breytingar vera sú að tæplega 40% borgarbúa sjá ekki hag sinn í því að mæta á kjörstað. Þetta er fólk sem annaðhvort upplifir ekki traust á stjórnmálum eða trúir því ekki að þau hafi áhrif á þeirra hagsmuni. Þetta er íslenskri pólitík að kenna.“ Mér sýnist stærsta krafan um breytingar vera sú að tæplega 40% borgarbúa sjá ekki hag sinn í því að mæta á kjörstað. Þetta er fólk sem annaðhvort upplifir ekki traust á stjórnmálum eða trúir því ekki að þau hafir áhrif á þeirra hagsmuni. Þetta er íslenskri pólitík að kenna.— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 15, 2022 Margrét segir þetta verulega sorglegt. Kjörsókn er lág í Reykjavík og víða til að mynda á Suðurnesjum þar sem hún náði ekki fimmtíu prósentum. Þar býr hátt hlutfall innflytjenda. „Þetta er bara hræðilegt,“ segir Margrét sem treystir sér ekki til að slá neinu föstu um hvað veldur þessari dræmu kjörsókn. Til þess þurfi hún að sjá gögn þar sem farið er í saumana á þessu og skoðað hvernig þetta er til að mynda milli mismunandi hópa. „Ég held að þetta sé blanda af mörgu. Stjórnmálin eru ekki að ná til innflytjenda, ekki til unga fólksins og svo erum við með hóp af fólki sem segir að þetta sé kjaftæði og það taki ekki þátt í þessu.“ Hæpið að kenna Eurovision um Margrét segir að vafasamt sé að skella skuldinni á Eurovision, þetta séu lýðræðislegar kosningar sem ekki taki langan tíma að afgreiða. Ef svo sé þá er eitthvað mikið að. En staðan sé sú að þessi 40 prósent eru hærri tala en það sem tveir stærstu flokkarnir í borginni eru að bera úr býtum. 1 af hverjum 58 íslendingum er í framboði. Það hefur enginn þeirra neitt að segja og þeir eru í viðtali um ástina. Ég skil 100% alla sem nenna ekki að fara á kjörstað. Þetta er orðin ævintýraleg þvæla.— Máni Pétursson (@Manipeturs) May 11, 2022 Margrét Lilja segist hafa rekið í það augu á samfélagsmiðlum að Máni Pétursson sjónvarps- og umboðsmaður hafi þar verið að hvetja fólk til að mæta ekki. „Ég var að velta því fyrir mér að slá því fram á Facebook að Máni væri hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna,“ segir Margrét á léttum nótum. En Máni hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að honum þyki ekki mikið til frambjóðenda og framboðanna koma. En Margrét Lilja ítrekar mikilvægi þess að fram fari rannsókn á þessari löku mætingu kjósenda. Hún segist hafa litið til talna um kosningaþátttöku 2018, hún hafi verið dræm þá og enn verri nú. Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
„Við verðum að rýna í þetta. Hvað veldur því að 40 prósent kjósenda í Reykjavík sýna sig ekki á kjörstað?“ segir Margrét sem telur þetta helstu tíðindi nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. „Og Framsókn vann!“ segir Margrét sem telur það ekki endilega ótengt. Sé litið til slagorða Framsóknarmanna í tveimur síðustu kosningum þar sem í raun er verið að skírskota til þessa afstöðuleysis. Þetta er bara kjaftæði og ég tek ekki þátt Ýmsir hafa velt þessu fyrir sér. Meðal annarra Hrafn Jónsson pistlahöfundur með meiru en hann skrifar á Twittersíðu sína: „Mér sýnist stærsta krafan um breytingar vera sú að tæplega 40% borgarbúa sjá ekki hag sinn í því að mæta á kjörstað. Þetta er fólk sem annaðhvort upplifir ekki traust á stjórnmálum eða trúir því ekki að þau hafi áhrif á þeirra hagsmuni. Þetta er íslenskri pólitík að kenna.“ Mér sýnist stærsta krafan um breytingar vera sú að tæplega 40% borgarbúa sjá ekki hag sinn í því að mæta á kjörstað. Þetta er fólk sem annaðhvort upplifir ekki traust á stjórnmálum eða trúir því ekki að þau hafir áhrif á þeirra hagsmuni. Þetta er íslenskri pólitík að kenna.— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 15, 2022 Margrét segir þetta verulega sorglegt. Kjörsókn er lág í Reykjavík og víða til að mynda á Suðurnesjum þar sem hún náði ekki fimmtíu prósentum. Þar býr hátt hlutfall innflytjenda. „Þetta er bara hræðilegt,“ segir Margrét sem treystir sér ekki til að slá neinu föstu um hvað veldur þessari dræmu kjörsókn. Til þess þurfi hún að sjá gögn þar sem farið er í saumana á þessu og skoðað hvernig þetta er til að mynda milli mismunandi hópa. „Ég held að þetta sé blanda af mörgu. Stjórnmálin eru ekki að ná til innflytjenda, ekki til unga fólksins og svo erum við með hóp af fólki sem segir að þetta sé kjaftæði og það taki ekki þátt í þessu.“ Hæpið að kenna Eurovision um Margrét segir að vafasamt sé að skella skuldinni á Eurovision, þetta séu lýðræðislegar kosningar sem ekki taki langan tíma að afgreiða. Ef svo sé þá er eitthvað mikið að. En staðan sé sú að þessi 40 prósent eru hærri tala en það sem tveir stærstu flokkarnir í borginni eru að bera úr býtum. 1 af hverjum 58 íslendingum er í framboði. Það hefur enginn þeirra neitt að segja og þeir eru í viðtali um ástina. Ég skil 100% alla sem nenna ekki að fara á kjörstað. Þetta er orðin ævintýraleg þvæla.— Máni Pétursson (@Manipeturs) May 11, 2022 Margrét Lilja segist hafa rekið í það augu á samfélagsmiðlum að Máni Pétursson sjónvarps- og umboðsmaður hafi þar verið að hvetja fólk til að mæta ekki. „Ég var að velta því fyrir mér að slá því fram á Facebook að Máni væri hinn raunverulegi sigurvegari kosninganna,“ segir Margrét á léttum nótum. En Máni hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að honum þyki ekki mikið til frambjóðenda og framboðanna koma. En Margrét Lilja ítrekar mikilvægi þess að fram fari rannsókn á þessari löku mætingu kjósenda. Hún segist hafa litið til talna um kosningaþátttöku 2018, hún hafi verið dræm þá og enn verri nú.
Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira