Konur dæma á HM karla í fyrsta skipti í sögunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. maí 2022 07:00 Stephanie Frappart mundaði flautuna í leik Nice og Nantes í úrslitum frönsku bikarkeppninnar á dögunum. Catherine Steenkeste/Getty Images Í fyrsta skipti í sögunni munu kvenkyns dómarar dæma leiki á Heimsmeistaramóti karla í fótbolta þegar mótið fer fram í Katar í nóvember og desember síðar á þessu ári. Hin franska Stephanie Frappart, Salima Mukansanga frá Rúanda og hin japanska Yoshimi Yamashita hafa allar fengið úthlutaða leiki á HM í Katar. Þeim til aðstoðar verða svo þrír kvenkyns aðstoðardómarar. Stephanie Frappart er orðið þekkt nafn innan dómarastéttarinnar, en hún var fyrsta konan til að fæma leik í Meistaradeild karla. Hún var einnig fyrsti kvenkyns dómarinn til að dæma leik í úrvalsdeild karla í Frakklandi og fyrst kvenna til að dæma úrslitaleik í Evrópukeppni karla þegar Chelsea og Liverpool áttust við í leiknum um Ofurbikar Evrópu. Alls hafa 36 dómarar, 69 aðstoðardómarar og 24 myndbandsdómarar fengið verkefni á HM í Katar. Pierluigi Collina, stjórnarformaður dómaranefndar Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, segir að horft hafi verið til hæfni dómara við valið. „Eins og alltaf notums við við viðmiðið „gæði fyrst“ og þeir dómarar sem hafa verið valdir eru í hæsta gæðaflokki á heimsvísu,“ sagði Collina. „Þetta er niðurstaðan eftir ferli sem hefur tekið nokkur ár þar sem kvenkyns dómarar hafa fengið að þróast í starfi á unglingamótum á vegum FIFA karlamegin.“ „Þannig sýnum við fram á að það eru gæðin sem skipta máli, en ekki kynið. Ég vona að í framtíðinni muni val á kvenkyns dómurum á stærstu karlaleikina vera eitthvað sem fólk lítur á sem eðlilegan hlut, frekan en eitthvað magnað,“ sagði Collina að lokum. HM 2022 í Katar Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Handbolti Fleiri fréttir Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Sjá meira
Hin franska Stephanie Frappart, Salima Mukansanga frá Rúanda og hin japanska Yoshimi Yamashita hafa allar fengið úthlutaða leiki á HM í Katar. Þeim til aðstoðar verða svo þrír kvenkyns aðstoðardómarar. Stephanie Frappart er orðið þekkt nafn innan dómarastéttarinnar, en hún var fyrsta konan til að fæma leik í Meistaradeild karla. Hún var einnig fyrsti kvenkyns dómarinn til að dæma leik í úrvalsdeild karla í Frakklandi og fyrst kvenna til að dæma úrslitaleik í Evrópukeppni karla þegar Chelsea og Liverpool áttust við í leiknum um Ofurbikar Evrópu. Alls hafa 36 dómarar, 69 aðstoðardómarar og 24 myndbandsdómarar fengið verkefni á HM í Katar. Pierluigi Collina, stjórnarformaður dómaranefndar Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, segir að horft hafi verið til hæfni dómara við valið. „Eins og alltaf notums við við viðmiðið „gæði fyrst“ og þeir dómarar sem hafa verið valdir eru í hæsta gæðaflokki á heimsvísu,“ sagði Collina. „Þetta er niðurstaðan eftir ferli sem hefur tekið nokkur ár þar sem kvenkyns dómarar hafa fengið að þróast í starfi á unglingamótum á vegum FIFA karlamegin.“ „Þannig sýnum við fram á að það eru gæðin sem skipta máli, en ekki kynið. Ég vona að í framtíðinni muni val á kvenkyns dómurum á stærstu karlaleikina vera eitthvað sem fólk lítur á sem eðlilegan hlut, frekan en eitthvað magnað,“ sagði Collina að lokum.
HM 2022 í Katar Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Handbolti Fleiri fréttir Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Sjá meira