„Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2022 09:01 Glódís Perla Viggósdóttir átti farsælan tíma í Svíþjóð áður en fór til Bayern München. vísir/bjarni Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård. Glódís fór til Eskilstuna United frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2015. Hún lék þar í tvö og hálft tímabil áður en hún samdi við Rosengård. Glódís lék með liðinu fram í júlí 2017 þegar hún gekk í raðir Bayern. „Ég var ekki komin á endastöð en á stað þar sem ég var hætt að vera stressuð fyrir leiki, þekkti öll liðin alltof vel og mér fannst ég vera tilbúin í næsta skref,“ sagði Glódís þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni í Prag í síðasta mánuði, fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM. „Mig langaði í nýja áskorun. Mér fannst þetta ekki vera áskorun lengur. Það voru kannski 2-3 leikir á ári sem mér fannst vera áskorun. Mér fannst ég klár í næsta skref og er ótrúlega ánægð með það.“ Vildi ekki fara bara eitthvað Glódís er á því að hún hafi valið rétta tímann til að færa sig yfir í sterkari deild, þótt það hafi komið til greina að gera það fyrr. „Auðvitað kom það nokkrum sinnum upp í hausinn að færa mig um set. Ég vildi samt ekki taka neina ákvörðun í flýti og fara bara eitthvað, af því bara,“ sagði Glódís. „Ég fann bara þegar ég kom til baka í byrjun árs 2021 að mig langaði að prófa eitthvað annað. Svo sýndi Bayern áhuga snemma árs og þá small þetta. Við lentum líka á móti þeim í Meistaradeildinni. Mér leið eins og þetta hefði átt að gerast.“ Klippa: Glódís um stökkið til Bayern En var stökkið frá Rosengård til Bayern stórt? „Já og nei. Fótboltinn í Þýskalandi er öðruvísi en í Svíþjóð. Að því leitinu var þetta stórt stökk. Mér fannst ég vera í frábæru umhverfi í Rosengård en í Þýskalandi eru meiri einstaklingsgæði,“ sagði Glódís. Meiri einstaklingshugsun „Þar ertu með miklu fleiri betri einstaklinga. Upp á það að gera er þetta meiri áskorun. Þar er þetta meira einstaklingsmiðað á meðan það er meira hugsað um liðið og heildina í Svíþjóð. Í Þýskalandi er meiri einstaklingshugsun sem hefur reynt ótrúlega mikið á mig sem varnarmann. Ég fæ mikið út úr því að spila gegn frábærum leikmönnum sem eru góðir einn á einn, sem ég fékk ekki endilega í Svíþjóð.“ Glódís og stöllur hennar í Bayern enduðu í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í vetur, komust í undanúrslit bikarkeppninnar og átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Glódís fór til Eskilstuna United frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2015. Hún lék þar í tvö og hálft tímabil áður en hún samdi við Rosengård. Glódís lék með liðinu fram í júlí 2017 þegar hún gekk í raðir Bayern. „Ég var ekki komin á endastöð en á stað þar sem ég var hætt að vera stressuð fyrir leiki, þekkti öll liðin alltof vel og mér fannst ég vera tilbúin í næsta skref,“ sagði Glódís þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni í Prag í síðasta mánuði, fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM. „Mig langaði í nýja áskorun. Mér fannst þetta ekki vera áskorun lengur. Það voru kannski 2-3 leikir á ári sem mér fannst vera áskorun. Mér fannst ég klár í næsta skref og er ótrúlega ánægð með það.“ Vildi ekki fara bara eitthvað Glódís er á því að hún hafi valið rétta tímann til að færa sig yfir í sterkari deild, þótt það hafi komið til greina að gera það fyrr. „Auðvitað kom það nokkrum sinnum upp í hausinn að færa mig um set. Ég vildi samt ekki taka neina ákvörðun í flýti og fara bara eitthvað, af því bara,“ sagði Glódís. „Ég fann bara þegar ég kom til baka í byrjun árs 2021 að mig langaði að prófa eitthvað annað. Svo sýndi Bayern áhuga snemma árs og þá small þetta. Við lentum líka á móti þeim í Meistaradeildinni. Mér leið eins og þetta hefði átt að gerast.“ Klippa: Glódís um stökkið til Bayern En var stökkið frá Rosengård til Bayern stórt? „Já og nei. Fótboltinn í Þýskalandi er öðruvísi en í Svíþjóð. Að því leitinu var þetta stórt stökk. Mér fannst ég vera í frábæru umhverfi í Rosengård en í Þýskalandi eru meiri einstaklingsgæði,“ sagði Glódís. Meiri einstaklingshugsun „Þar ertu með miklu fleiri betri einstaklinga. Upp á það að gera er þetta meiri áskorun. Þar er þetta meira einstaklingsmiðað á meðan það er meira hugsað um liðið og heildina í Svíþjóð. Í Þýskalandi er meiri einstaklingshugsun sem hefur reynt ótrúlega mikið á mig sem varnarmann. Ég fæ mikið út úr því að spila gegn frábærum leikmönnum sem eru góðir einn á einn, sem ég fékk ekki endilega í Svíþjóð.“ Glódís og stöllur hennar í Bayern enduðu í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í vetur, komust í undanúrslit bikarkeppninnar og átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Þýski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira