Saga pizzaþjónsins sem varð öflugasti og hataðasti umboðsmaður sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2022 08:00 Mino Raiola með Zlatan Ibrahimovic en þeir áttu alla tíð mjög gott samband. Getty/VI Images Ofurumboðsmaðurinn Mino Raiola kvaddi þennan heim í lok síðasta mánaðar aðeins 54 ára gamall. Hann náði heldur betur að setja sitt mark á knattspyrnusöguna. Raiola var hataður af mörgum innan knattspyrnuheimsins en elskaður af skjólstæðingum sínum sem eru margar af stærstu knattspyrnustjörnum samtímans. Meðal skjólstæðinga hans voru Zlatan Ibrahimović, Paul Pogba, Gianluigi Donnarumma, Matthijs de Ligt og svo auðvitað nýstirnið Erling Haaland. Eflaust hafa margir heyrt nafn Mino Raiola og lesið um óvinsældir hans meðal knattspyrnustjóra eins og Alex Ferguson. Nú er hægt að sjá það í fróðlegri samantekt sem heitir „How Mino Raiola Became a Super Agent“ eða „Hvernig Mino Raiola varð að ofurumboðsmanni“. Youtube vefurinn Tifo Football fór þar yfir ævi Raiola og það hvernig honum tókst að vinna sig upp úr einu fátækasta hverfi Ítalíu í það að verða risanafn í fótboltasögunni. Hann á meðal annars stóran þátt í því að regluverki FIFA var breytt til að vega á móti miklum áhrifum umboðsmanna eins og hans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=GBvP8Ysc204">watch on YouTube</a> Saga hans er vissulega efni í góða bíómynd. Honum tókst að mynda góð tengsl við frammámenn innan hollenska knattspyrnusambandsins sem voru fastagestir á pizzastað föður hans. Raiola hafði byrjað að vaska upp og þjóna til borðs en tók svo yfir reikningana enda kom fljótt í ljós að hann kunni að fara með þá og ná góðum samningum. Fyrsti leikmaðurinn sem kom honum á umboðsmannakortið var Hollendingurinn Bryan Roy sem hann kom frá Ajax til Foggia árið 1992. Árið eftir kom hann þeim Wim Jonk og Dennis Bergkamp til Internazionale og eitt af stóru vörðum á ferli hans var þegar hann kom Tékkanum Pavel Nedved frá Sparta Prag til Lazio. Í umfjöllun Tifo má líka heyra af samskiptum Raiola og hans frægasta skjólstæðings, Zlatan Ibrahimovic, þar á meðal afskiptaleysi Raiola þegar þeir hittust fyrst. Ibrahimovic fékk að heyra það og hefur sjálfur talað um það að hörð gagnrýni Raiola hafi átt mikinn þátt í því að sænski framherjinn tók sjálfan sig í gegn og tók upp þau vinnubrögð sem gerðu hann að einum sigursælasta leikmanni sögunnar í landsdeildum Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá þessa athyglisverðu samantekt á ævi Mino Raiola. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=t-UlOB6PrSk">watch on YouTube</a> Fótbolti Ítalía Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira
Raiola var hataður af mörgum innan knattspyrnuheimsins en elskaður af skjólstæðingum sínum sem eru margar af stærstu knattspyrnustjörnum samtímans. Meðal skjólstæðinga hans voru Zlatan Ibrahimović, Paul Pogba, Gianluigi Donnarumma, Matthijs de Ligt og svo auðvitað nýstirnið Erling Haaland. Eflaust hafa margir heyrt nafn Mino Raiola og lesið um óvinsældir hans meðal knattspyrnustjóra eins og Alex Ferguson. Nú er hægt að sjá það í fróðlegri samantekt sem heitir „How Mino Raiola Became a Super Agent“ eða „Hvernig Mino Raiola varð að ofurumboðsmanni“. Youtube vefurinn Tifo Football fór þar yfir ævi Raiola og það hvernig honum tókst að vinna sig upp úr einu fátækasta hverfi Ítalíu í það að verða risanafn í fótboltasögunni. Hann á meðal annars stóran þátt í því að regluverki FIFA var breytt til að vega á móti miklum áhrifum umboðsmanna eins og hans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=GBvP8Ysc204">watch on YouTube</a> Saga hans er vissulega efni í góða bíómynd. Honum tókst að mynda góð tengsl við frammámenn innan hollenska knattspyrnusambandsins sem voru fastagestir á pizzastað föður hans. Raiola hafði byrjað að vaska upp og þjóna til borðs en tók svo yfir reikningana enda kom fljótt í ljós að hann kunni að fara með þá og ná góðum samningum. Fyrsti leikmaðurinn sem kom honum á umboðsmannakortið var Hollendingurinn Bryan Roy sem hann kom frá Ajax til Foggia árið 1992. Árið eftir kom hann þeim Wim Jonk og Dennis Bergkamp til Internazionale og eitt af stóru vörðum á ferli hans var þegar hann kom Tékkanum Pavel Nedved frá Sparta Prag til Lazio. Í umfjöllun Tifo má líka heyra af samskiptum Raiola og hans frægasta skjólstæðings, Zlatan Ibrahimovic, þar á meðal afskiptaleysi Raiola þegar þeir hittust fyrst. Ibrahimovic fékk að heyra það og hefur sjálfur talað um það að hörð gagnrýni Raiola hafi átt mikinn þátt í því að sænski framherjinn tók sjálfan sig í gegn og tók upp þau vinnubrögð sem gerðu hann að einum sigursælasta leikmanni sögunnar í landsdeildum Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá þessa athyglisverðu samantekt á ævi Mino Raiola. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=t-UlOB6PrSk">watch on YouTube</a>
Fótbolti Ítalía Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira