Fótbolti

Svava og Ingibjörg áfram í 16-liða úrslit

Atli Arason skrifar
Svava Rós skoraði eitt af 12 mörkum Brann í dag.
Svava Rós skoraði eitt af 12 mörkum Brann í dag. Brann

Svava Rós Guðmundsdóttir og Ingibjörg Siguðardóttir eru báðar komnar áfram í 16-liða úrslit norska bikarsins í fótbolta með sínum liðum eftir stórsigra í kvöld.

Svava Rós byrjaði á varamannabekk Brann en var skipt inn á völlinn á 62. mínútu. Svava skoraði á 76. mínútu eitt af tólf mörkum Brann í 0-12 stórsigri á Loddefjord. Brann mun mæta annað hvort Molde eða Aalesund í 16 liða úrslitum.

Ingibjörg var í byrjunarliði Vålerenga og spilaði fyrri hálfleikinn áður en henni var skipt af leikvelli og fékk Ingibjörg því kærkomna hvíld þegar Vålerenga vann 0-9 útisigur á Fart. Vålerenga mun mæta Lyn í næstu umferð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.