Þetta kemur fram á vef The Athletic. Þar segir að hinn 23 ára framherji hafi náð samkomulagi við Spánarmeistarana en ekki hafi enn verið sett blek á blað.
PSG er enn að reyna sannfæra Mbappé um að vera áfram í París en frá því síðasta sumar hafa verið þrálátir orðrómar þess efnis að framherjinn myndi halda til Madrídar þegar samningur hans rynni út sumarið 2022. Ekki bætti úr skák að Real henti PSG úr Meistaradeild Evrópu fyrr á þessu ári.
Mbappé er talinn einn albesti fótboltamaður heims í dag. Hann hefur skorað 116 mörk í 141 leik fyrir Parísarliðið og þá er hann einnig duglegur að leggja upp mörk.
Ekki er langt síðan Mbappé sjálfur sagði að hann myndi tjá sig um samningsmál sín að leiktíðinni lokinni.
Kylian Mbappé again: I will officially announce my decision on the future before I join the France national team in June . It s matter of days then it will be official. #Mbappé
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 15, 2022
Það styttist í það en lokaumferð Ligue 1, frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, fer fram 21. maí næstkomandi. PSG hefur þegar tryggt sér franska meistaratitilinn.